Heilsuvernd - 01.04.1946, Qupperneq 26
24
HEILSUVERND
þessu raarki, og hefir það haft ómetanlega þýðingu fyr-
ir heilsu hans.
Skipt um skoðun. Eigum vér nú að trúa því, að um
hægðatregðu sé að ræða, ef menn hafa ekki hægðir
þrisvar á dag? Hafa höfundar þeir, sem nefndir hafa
verið hér að framan, með Hippókrates í broddi fvlking-
ar, rétt að mæla, eða er nægilegt að hafa hægðir einu
sinni á dag, eins og margir læknar segja? Ég hallaðist
áður fyi'r að máli hinna síðarnefndu og hefi alla ævi
talið mig eiga því láni að fagna, að meltingin væri
í ágætasta lagi. Ég hefi aldrei þurft að nota hægða-
meðul — nema ef ég hefi legið veikur —, og stundum
hefir það jafnvel borið við, að ég hefi ekki haft liægðir
dag og dag. En ég taldi ekki ástæðu til að gera mér á-
hyggjur út af því, af því að þær komu af sjálfu sér
næsta dag, en voru þá stundum harðar og tregar. Ég
lét þessa skoðun mína uppi í bók minni „Diæt“, sem
kom út 1933, á bls. 90, með svofelldum orðum: „Hve oft
eiga menn að hafa hægðir? Það er breytilegt frá manni
til manns. Venjulega er talið, að hæfilegt sé að hafa
hægðir einu sinni á dag, en þó eru til menn, sem kom-
ast af með að hafa hægðir annanhvern dag eða sjaldn-
ar. Hægðirnar verða þeim mun sjaldgæfari sem matur-
inn notast betur, og því betur sem hann er tugginn, og
ef ekki er horðað meira en likaminn þarfnast. Alfred
Hramsen hafði vafalaust rétt að mæla, er hann héll þvi
fram, að þegar menn tyggðu vel, yrðu hægðirnar sjald-
gæfari, þurrari og minni fyrirferðar — rúmuðust á ösku-
bakka, eins og komizt var að orði í þá daga —. Það er
ástæðulaust að gera sér áhyggjur út af þvi, ef líðanin
er góð, en sjálfsagt er að gefa þessu gaum.
Hinsvegar eru til menn, sem hafa hægðir tvisvar til
þrisvar á dag, einkum þeir,- sem neyta mikillar jurta-
fæðu, sérstaklega ósoðinnar. Þó veit ég dæmi þess, að
jurtaætur liafa tregar hægðir.“
Nú get ég ekki lengur staðið við þessi orð mín. Reynsla