Heilsuvernd - 01.04.1946, Blaðsíða 29
Saga stýrimannsins.
Ég, Gösta Svedung, stýrimaður, Hædegatan 22 í Udde-
valla, er af gamalli og stálhraustri óðalsbændaætt, sem
ég get rakið aftur til 17. aldar. Forfeður mínir hafa ver-
ið mjög heilsugóðir og náð háum aldri. Um heilsu mina
var öðru máli að gegna. Ég er fæddur 21. sept. 1901 og
hafði sæmilega heilsu á uppvaxtarárunum. En um hálf-
þrítugt fékk ég illkynjað eksem, sem engar pillur, engin
smyrsl né meðul fengu neitt við ráðið. Það hyrjaði í
nárunum og breiddist síðan upp eftir hakinu og undir
liendurnar. Ég fór auðvitað til livers læknisins á fætur
öðrum. M. a. leitaði ég ráða hjá sérfræðingi í húðsjúk-
dómum, fékk sifellt ný smyrsl og ný Jyf og var m. a.
ráðlagt að ganga i nærfötum úr sérstöku lérefti. En allt
kom fyrir ekki.
Ég var mikill reykingamaður og drakk mikið kaffi
frá morgni til kvölds. Ég lifði á kjöti, fiski og eggjum og
annarri venjulegri „kjarnfæðu“. Enginn þeirra lækna,
sem ég leitaði til, spurði liið minnsta um lifnaðarhætti
mína, um mataræði mitt, hvort ég notaði tóbak eða önn-
ur nautiiameðul. Allt þetta skipti í þeirra augum ekki
neinu máli né stóð i nokkru sambandi við eksemið.
Þannig dró ég fram lífið i tiu ár, til ársins 1936, sem
varð svo viðburðaríkt fyrir mig. Það var þá, sem hin
mikla næringartilraun Are Waerlands var auglýst í
blaðinu „Frisksport“. 1 viðbót við eksemið var ég nú
orðinn mjög magaveikur, hafði súra ropa og þjáðisl
mjög af brjóstsviða, sem læknarnir fengu heldur ekki
við ráðið. Auk þess var ég orðinn illa haldinn af liða-
gigt, svo að útlitið var siður en svo glæsilegt.
Og þá var ekki betur ástatt með konu mína. Ég gifti