Strandapósturinn - 01.06.1968, Side 17
ætlun hafi staðizt. Samkvæmt áætluninni er heildarkostnaður á
húsinu fullbúnu 6,1 miljónir króna. Grunnflötur hússins er 492 m2,
en rúmmál 2033 m3. Formaður byggingarnefndar er Magnús
Ingimundarson, Skarði, og byggingarmeistari er Sveinn Sighvats-
son, Hóhnavík.
Þá var á árinu unnið áfram að byggingu Hólmavíkurkirkju.
Nýir menn í opinberar stöður:
Framkvæmdastjóraskifti urðu á árinu hjá Kaupfélagi Stein-
grímsfjarðar, Hólmavík. Þorgeir Guðmundsson, sem verið hafði
kaupfélagsstjóri síðan 1958, lét af störfum 1. júní. Ráðinn var
í starfið Árni Jóhannsson áður gjaldkeri hjá Kaupfélagi Húnvetn-
inga á Blönduósi, og tók hann við starfi síðari hluta sumars.
Þá urðu skifti í starfi stöðvarstjóra pósts og sírna á Hólmavík.
Jón Sigurðsson sem gegnt hafði starfinu frá 1962 lét af störfum
15. nóvember, en við tók Kristján Jónsson, Hólmavík.
Félagslíf og íþróttir:
Ungmennafélagið Dagsbrún í Hrútafirði færði upp enskan
gamanleik, „Bíræfinn þjófur“, eftir Janet Allen í þýðingu Sig-
urðar Kristjánssonar. Leikstjóri var Erlingur E. Halldórsson og
leiktjaldamálari Guðbjartur Þ. Oddsson. Leikurinn var sýndur
fimm sinnum, á Hólmavík, Reykjaskóla, Ásbyrgi í Miðfirði og
á Húnavökunni á Blönduósi. Hlaut hann hvarvetna góða aðsókn
og voru undirtektir áhorfenda hinar beztu.
Lionsklúbbur hefur starfað á Hólmavík síðan 1961. Hefur
hann lagt lið ýmsum menningar- og framfaramálum á staðnum.
Á síðasta ári gaf klúbburinn sjúkrahúsinu á Hólmavík hjarta-
ritara. Áður hafði klúbburinn gefið sjúkrahúsinu skilvindu til
þvagrannsókna.
Knattspyrnulið Héraðssambands Strandamanna tók þátt í
svæðakeppni U.M.F.I. til undirbúnings landsmótinu að Eiðum.
Leiknir voru þrír leikir, við Ungmennasamband A-Húnvetninga,
Ungmennasamband V-Húnvetninga og héraðssamband Snæ-
fells- og Hnappadalssýslu. Fleiri knattspyrnukappleikir voru
leiknir á árinu.
15