Strandapósturinn - 01.06.1968, Blaðsíða 30
Taliö frá vinstri: Símon Jóh. Ágústsson, Guöbrandur Þor-
láksson. — Tvær fyrri myndirnar tók Guöm. Þóröarson, læknir.
er fæddur og alinn upp í Víkursveit. Ég hafði komið á alla bæi
í sveitinni, nema Litlu-Avík. Þangað kom ég ekki fyrr en sumarið
1960, að ég gerði mér sérstaka ferð þangað.
Mjög óljósar sagnir lifa nú í Víkursveit um Þórðarhelli, eða
öllu fremur um Þórð þann, sem hellirinn er kenndur við. Heyrði
ég um þetta tvenns konar sögur í æsku. Sumir töldu Þórðarhelli
vera kenndan við Þórð galdramann Guðbrandsson, bónda að
Munaðamesi, sem brenndur var í Trékyllisvík hinn 20. sept. 1654.
Er sagt, að brennan hafi farið fram í svonefndri Kistu, sem
er milli Finnbogastaða og Stóru-Ávíkur. Herma sum munn-
mæli, að Þórður hafi komizt úr brennunni, leitað til bóndans í
Litlu-Ávík, sem hafi leynt honum í helli þeim, er síðan dregur
nafn af Þórði. Hafi Þórður svo seinna komizt í þjóðir.
Ekki þykir mér líklegt, að hellirinn dragi nafn af Þórði galdra-
manni; er ákaflega ósennilegt, að hann hafi sloppið úr brennunni
og mun hér málum blandað.
Onnur munnmæli herma, að hellirinn dragi ekki nafn af Þórði
galdramanni, heldur af öðmm Þórði, Þórði sakamanni, er þangað
kom með leynd í sveitina. Greinilegast hefur sagt mér frá þessu
28