Strandapósturinn - 01.06.1968, Qupperneq 123
Það sýnir meðal annars áhuga forstöðumanna lestrarfélagsins
á því, að sem flestir gætu haft gagn af bókum þess, að svo virðist
sem nokkur hluti safnsins hafi árlega verið sendur norður á
Gjögur og hafður þar í vörzlu sérstaks manns um 12 vikna tíma.
Gjögur var þá stór veiðistöð, og var þar fjölmenni víða að komið.
Gátu vermennirnir, hvort sem þeir voru úr Strandasýslu eða ekki,
fengið bækurnar lánaðar hjá bókaverði. Framfarastofnunin í Flat-
ey og framfarafélag Strandamanna, sem þeir nefndu hinu lát-
lausa nafni „Lestrarfélag Tröllatungu- og Fellssafnaða“ hafa tví-
mælalaust alið og glætt einhverja merkilegustu félagsmálastarf-
semi í þágu alþýðu, er á bólaði hér á landi um og fyrir miðja öld-
ina, sem leið. Asgeir í Kollafjarðarnesi var bókavörður lestr-
arfélagsins í 15 ár og markaði stefnu þess og starfsemi, þótt ekki
væri hann forseti félagsins. Hann fluttist af Ströndum 1861, og
eftir það má telja, að lítið líf hafi verið með félaginu. Það hélt
reyndar fundi nokkrum sinnum, en þó ekki á hverju ári og 1867
lognaðist það með öllu út af.
Fjörutíu og einu ári síðar en drukkið var erfi Einars bónda í
Kollafjarðarnesi var efnt til veizlu á Ströndum. Að þessu sinni var
tilefnið ekki kveðjuathöfn látins bændaöldungs, heldur voru
Strandamenn að bjóða velkomin í húsbændastétt Ingunni Jóns-
dóttur, heimasætu í Broddanesi, systur Guðbjargar, og Sigurð
Magnússon búfræðing, sonarson Jóns Bjarnasonar alþingismanns
í Ólafsdal.
I brúðkaupsveizlu þeirra í Broddanesi 5. nóvember 1886 hreyfði
síra Arnór Árnason því, hvort ekki væri rétt að nota samkvæmið
til að endurreisa hið gamla Lestrarfélag Tröllatungu- og Fellssafn-
aða. Var því vel tekið og ákveðið að halda stofnfund þess 13. des-
ember. Fór svo, sem ákveðið hafði verið, og gengu 20 manns í
félagið á stofnfundinum, þar á meðal síra Halldór, hinn aldni for-
seti gamla félagsins.
Þetta nýja félag, sem var kallað Lestrarfélag Tröllatungupresta-
kalls og enn er starfandi, fékk 90 bindi af útlánshæfum bókum úr
safni gamla félagsins.
Nálega allt, sem hér er sagt um Lestrarfélag Tröllatungu- og
Fellssafnaða, er haft eftir gjörðabók félagsins. Árið 1918 afritaði
121