Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1968, Blaðsíða 76

Strandapósturinn - 01.06.1968, Blaðsíða 76
í gönguferð og ætlaði klettabrúnir sem eru milli Brúarár og Reykjarvíkur. Rökkrið var að færast yfir og sást illa til, auk þess var ég ekki kunnugur landslagi þama. Gekk ég fyrstur og reyndi að sjá fyrir hættur við klettabrúnir en allt í einu er sem kippt sé undan mér fótunum og ég veit ekki fyrr til en ég sit í flæðarmáli með fætur í sjó en að mestu á kafi í fönn. Einhver undarlegheit vom í kviðarholinu, en þó varð mér strax hugsað til barnanna. Hvað hafði hent þau? Eg sá fyrst engin böm en brátt heyrði ég til þeirra og sá þau öll með tölu hátt uppi á klettabrúninni. Varð mér þá Ijóst hvað skeð hafði. Eg hafði farið út á hengju sem klofnaði um klettinn og féll allt til sjávar en yngsta barnið, Ingigerður, aðeins sjö ára, var næst á eftir mér. Hún stóð á blábrúninni og horfði á eftir mér fram af hengiflug- inu. Aldrei hefi ég orðið glaðari en þegar ég sá blessuð bömin, sem mér var trúað fyrir, heil á húfi. Það er svo margt, sem í hugann kemur, þegar farið er að hræra upp í gömlum minningum frá vem minni með Strend- um, en þar sem heil bók mundi ekki nægja til að ræða það allt hvað þá heldur smágrein í póstinum, hlýt ég að fara fljótt yfir sögu. Þegar ég kom á hina elskulegu Sektrönd við Steingrímsfjörð/ þar sem ég átti eftir að eiga svo margar dásamlegar stundir með góðu og greindu fólki, varð ég þess fljótt var, að þrátt fyrir það að ýmislegt hafði verið vel gert þar og í samræmi við byggðalög landsins, skorti mikið á að fólk, sem stundaði daglaunavinnu, fengi sinn hlut úr þeim verðmætum, sem það skapaði með starfi sínu. Það var þá enn ekkert verkalýðsfélag til í allri sýslunni. Fisk- verð hlýtur að hafa verið svipað allstaðar á landinu en á Isa- firði var þá greitt í kaup kr. 1,20 en við Steingrímsfjörð 55 aurar. Svona var réttlætið í þá daga meðal sannkristinna manna á Drangsnesi. Ég gekkst því fyrir því árið 1934 að stofnað var Verkalýðs- félag Kaldrananeshrepps og var sama ár stofnað félag á Hólma- vík og þó fyrr á árinu og annað á Borðeyri. Jón Sigurðsson erind- reki A.S.Í. stofnaði þau. Þessi ár, sem ég var í Kaldrananes- 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.