Strandapósturinn - 01.06.1968, Qupperneq 92
þessari 17,5 alin á lengd. Skiparinn var danskur. Þar kom og
annað skip. Þó voru þar eigi nægar vörur. Hér hefur verið farið
fljótt yfir sögu og fátt eitt talið, en af nógu að taka. þessar
skyndimyndir sýna hve áhættusöm og erfið sigling var á Húna-
flóahafnir, og eins að ekki var með öllu tíðindalaust á Strönd-
um á þessum árum.
Arið 1804 settist að í Kúvíkum Christian Thyrrestrup danskr-
ar ættar, frá Alaborg á Jótlandi. Rak verzlun og sjávarútveg
í Kúvíkum til 1818, en ekki átti hann þar heima lengur en
til 1815. Gerðist þá kaupmaður á Akureyri og átti þar heima
til æviloka.
Kona Christíans Thyrrestrup var Edele Elenora fædd Topp.
Hún var framan af dvöl sinni í Kúvíkum, forstöndug og að-
sjál, en síðar umsjónarsöm og góðhjörtuð, vel að sér.
Arin áður en Thyrrestrup sezt að í Kúvíkum, eru mikil óhappa-
og harðindaár. Arið 1801 er beinlínis sagt, að ekki séu til nógar
vörur í Kúvíkum. Arið 1802 brotna nokkur kaupför norðan-
lands.
Arið 1803 er svo mikið harðindaár að í 3 nyrztu hreppum
Strandasýslu dóu 80 manns. Um nær helming af þessu fólki
er tekið fram, að það hafi dáið af vesöld og viðruværisleysi, eða
orðið bráðkvatt.
Þá má geta sér þess til, að margir fleiri hafi dáið af afleiðingum
hins harða árferðis, þó það sé ekki talin bein dánarorsök, og ár-
ið 1804, árið sem Thyrrestrup sezt á Kúvíkum, deyja í þess-
um sveitum 47 manns. Sennilega hefur ekkert kaupfar komið til
Kúvíkna þessi tvö ár. Það hefur því verið ömurlegt ástand í þess-
um byggðarlögum þegar Christian Thyrrestrup settist þar að.
Verzlun sú, er Thyrrestrup setti upp í Kúvíkum, hefur án efa
bjargað mörgum frá að deyja úr vesöld og viðruværisleysi, eins og
það var orðað á þeim árum. Meðal afkomenda þessara ágætis
hjóna voru Halldór Daníelsson, hæstaréttardómari, séra Kristinn
Daníelsson og Júlíus Havsteen amtmaður.
Árið 1815 verður verzlunarstjóri í Kúvíkum Jens Morten
Stíesen. Faðir hans var Severin Stíesen kaupmaður í Höfðakaup-
stað. Jens Stíesen var verzlunarstjóri í Kúvíkum frá árinu
90