Strandapósturinn - 01.06.1968, Qupperneq 61
var 140 lesta skip, smíðuð 1919 og var haldið úti til fisk-
veiða við strendur landsins í mörg ár, en þegar nýrri og full-
komnari skip komu til sögunnar, þótti hún of gömul og úrelt
og var auglýst til sölu. Dugmikill útgerðarmaður, Einar Guð-
finnsson í Bolungarvík, keypti skipið og lét breyta því í flutn-
ingaskip. Atti það að flytja vörur frá Reykjavík til Vestfjarða-
hafna. Hann breytti nafni skipsins og kallaði Særúnu. Einkennis-
stafir þess voru IS 6, og var nafnið í samræmi við nöfn á þeim
skipum, sem hann átti fyrir.
Margir af frændum mínum eru vélstjórar, og virðist þetta
vera arfgengt. Einn af þessum frændum mínum er Gunnar
Rósmundsson. Gunnar var ráðinn fyrsti vélstjóri á Særúnu, en
hann er Bolvíkingur að ætt. Eg var fyrir nokkru búinn að ljúka
vélstjóranámskeiði hjá Fiskifélagi Islands, þegar Gunnar kom til
mín og maður með honum, er ég hafði ekki séð áður. Það var
skipstjórinn á Særúnu, Sigþór Guðnason.
Erindi Gunnars var að vita, hvort ég vildi verða annar vél-
stjóri á Særúnu með honum. Þeir sögðust vera í vandræðum
með að fá vélstjóra, að skipið ætti að fara frá Reykjavík kl 8
um kvöldið, og ég yrði að vera búinn að ákveða mig fyrir þann
tíma. Mér leizt vel á þetta og var kominn um borð kl. 6 um
kvöldið. Mér leizt nú ekki sem bezt á farkostinn, og langaði
helzt til að snúa við strax, því skipið virtist yfirhlaðið síldarfarmi.
Hvað myndi þetta gamla skip þola svona hlaðið í vondu veðri?
En það var ekki aftur snúið, enda kom á daginn, að Særún var
traustbyggt skip og ágætt sjóskip. Vörurnar, sem við fluttum,
voru ýmsar nauðsynjar, sem Vestfirðingar þurftu með, og svo
fluttum við til baka vörur frá þeim suður á land.
Sigþór Guðnason skipstjóri var dugnaðarmaður 32 ára, algjör
reglumaður og alltaf hægt að treysta honum, og gaf hann mér
góð heilræði.
Stýrimaðurinn hét Konráð Konráðsson 34 ára, hann var
mikill vexti og skapstór, en góður félagi og vissi alltaf hvað hann
vildi. Hann var að búa sig undir að hætta á sjónum og dreymdi
um að fá rólega vinnu í landi. Hann var búinn að sigla um
flest heimsins höf og kunni frá mörgu að segja. Oft var ég upp
59