Strandapósturinn - 01.06.1968, Page 21
EINAR ELÍESERSON:
Póstferð 1918
Ársrit Átthagafél. Stranda-
manna hefur verið sent til
okkar hér í Strandasýslu og
auk þess bréf frá útgáfu-
stjórn Strandapóstsins, sem
ég fékk 20. nóv. 1967. Ég
þakka fyrir það og varð það
mér til uppörvunar að senda
ykkur nokkrar línur.
Ég er orðinn gamall mað-
ur, 74 ára, og ekki að vænta
rnikils af minni hendi við-
komandi rituðu máli. En
samt langar mig til að senda
Strandapóstinum nokkrar
línur og er það frásögn af
póstferð frá Stað í Hrúta-
firði í Ófeigsfjörð árið 1918.
Fer sú frásögn hér á eftir.
Faðir minn, Elíeser Eiríksson, var Strandapóstur í 25 ár.
Frostaveturinn 1918 fór ég póstferðirnar fyrir föður minn.
Þennan vetur átti ég heirna á Óspaksstöðum í Hrútafirði. Ég
var þá nýkvæntur fyrri konu minni, Pálínu Bjömsdóttur.
I hríð og frosti lagði ég af stað að heiman með hest í taumi
að morgni þann 11. febrúar 1918. Á Stað fékk ég fljóta af-
greiðslu, lét póstinn í koffort, sem síðan voru vigtuð, og vora
þau 160 pund. Þetta var óvenjumikill póstur. Ég fékk fyrir ferð-
ina til Ófeigsfjarðar kr 44,00, en skylduflutningur var 60 pund.
I þetta skipti voru 100 pund að auki, og fékk ég 20 aura fyrir
19