Strandapósturinn - 01.06.1968, Side 119
skap og samtök“. Meginefni þessarar ritgerðar var lesið upp á
fundinum og stjórn hans hagað í samræmi við þær bendingar um
fundarsköp, sem þar eru gefnar. Þennan fyrsta fund sátu 27
menn, en meðlimir félagsins voru þá einum fleiri. — I fimmtán
ár samfleytt komu sóknarmenn síra Halldórs saman einu sinni
á ári í hinni stóru stofu í Kollafjarðarnesi, ræddust þar við um
þjóðmál og bundust samtökum um að hrinda í framkvæmd ýms-
um nauðsynjamálum. Fundardagarnir í Kollafjarðarnesi urðu
mönnum til upplyftingar og ánægju, þrátt fyrir erfiðleikana á að
sækja þá í háskammdegi.
Þar var fróðleik að fá, þar leiddu menn saman hesta sína um
hin sundurleitustu mál, þar var alið á frelsisþránni og hvatt til
framtaks og athafna. Og ekki dró atlætið, sem menn mættu hjá
húsbændunum í Kollafjarðarnesi, úr aðsókn að fundunum.
Þótt félag þetta væri kallað lestrarfélag, var það í raun réttri
framfarafélag, því að af stofni |>ess óx bindindisfélag, jarðræktar-
félag og verzlunarfélag. Fundir félagsins voru oftast haldnir 13.
desember, á greftrunardegi Einars í Kollafjarðarnesi. Þeir byrjuðu
jafnan með því, að formaður félagsins, en síra Halldór í Trölla-
tungu var það alla tíð, flutti hvatningarræðu til fundarmanna
og skýrslu um starfsemi félagsins, en í fundarlok var sungið versið
„Félagsskapur fagur er o. s. frv.“ Hér verður ekki rakið efni í ræðum
síra Halldórs né að þeim vikið, enda eru þær allar mjög keimlíkar.
Rétt er þó að birta hluta af einni þeirra, en hana flutti síra Hall-
dór 13. desember 1850:
„Sagt er, að Einar heitinn hafi heitið því í fátækt sinni og jarð-
næðisleysi, að ef hann ætti einhvemtíma ráð á jarðarhundraði, þá
skyldi hann minnast þess við sveitunga sína. (Einar gaf jörðina
Gróustaði í Geiradal til styrktar fátækum í sveit sinni). Það var nú
einmitt ljósið það, sem þessi maður kveikti, sem með þessum
félagsskap átti að reyna að glæða, þó að hans missti við, en
hvernig það hafi tekizt vil ég nú hér næst reyna til að sýna.
Það fyrsta, sem félagið tók sér fyrir hendur, var að skjóta saman
bókum til bókasafns og láta það vera þær bækur, sem almúga-
mönnum væm hentugastar að lesa, það er á íslenzku máli og
undireins fróðlegar eða skemmtilegar og yfir höfuð nytsamar
117