Strandapósturinn - 01.06.1968, Page 106
sleða, og hafði hann sleða með sér til að flytja á vörur heim úr
kaupstaðnum. Það var léttara en að bera á bakinu, sem þó var
oftast gert. Það var algengt að vetrarlagi að nota slík tæki, — og
komu þau mörgum að gagni, í veglausum sveitum.
í þetta sinn, þegar hann kom heim dragandi sleðann, fannst
okkur krökkunum einkennilega fyrir komið á honum. Það vakti
strax forvitni okkar. Þegar svo farið var að losa um böndin, kom
upp úr einum pokanum hvítt gimbrarlanb, voru fætumir vafðir
í ull, en fiðurpoki undir kindinni, svo hún ekki merðist. Boldang
var utan um fiðrið. — Þetta gaf Soffía föður mínum. Gimbrin
var látin heita Gjöf. — En fiðurkoddann átti faðir minn meðan
hann lifði.
Þegar ég var 5 ára, bauðst Soffía til að taka mig sumartíma
og jafnvel fram eftir hausti. — Eg minnist lítils ævintýris,
sem kom fyrir mig einn góðviðrisdag og tengt er Soffíu. — Við
Einar, dóttursonur Soffíu, vomm svo að segja jafngömul — bara
rúmlega 5 ára. Við fóram inn fyrir Bergið, eins og það er kallað,
og inn með sjónum. Mér var sagt, að ef ég færi eitthvað frá
bænum, þá bæri ég ábyrgðina og yrði að hafa vit fyrir báðum.
Hver víkin af annarri, ólík að lögum og umhverfi með marg-
víslega litum skeljum, steinum og fjörugróðri, ginntu okkur
lengra og lengra. Þannig er barnssálin einföld og áhrifagjörn. —
Við voram komin rétt inn undir varphólmann. Þá heyrðum við
kallað hátt til okkar; var fólk farið að leita að okkur. Einar var
þá tekinn og leiddur heim, en sagt að Bassastaðaboli mætti éta
mig. Ég hljóp á eftir fólkinu heim, og þegar á túnið kom, lagðist ég
niður á milli þúfna og grét. Mér leið illa yfir þeirri hugsun, að
ég hefði gert eitthvað voðalegt af mér að stelast svona langt frá
bænum, — auk þess var ég uppgefin eftir gönguna þessa löngu
leið heim.
En þá kom Soffía og huggaði mig. Hún sagði, að auðvitað
hefði ég ekki átt að fara svona langt og mætti ég ekki gera oftar.
En þetta væri nú allt liðið, og vel hefði þetta farið.
Mér var þetta mikil hjálp, — og svo leiddi hún mig í bæinn,
og fann að því við dætur sínar, að ég hefði verið skilin eftir.
Ég man það alltaf, hvað hún var blíð og góð og fyrirgaf mér
104