Strandapósturinn - 01.06.1968, Page 87
Kúvíkur, búSin og vörugeymsluhús fremst. íbúðarhús Jensens
á miðri mynd, í baksýn gömlu verzlunarhúsin.
KÖVlKUR
Þær eru margar spurningarnar, er leita á hugann, þegar horft
er yfir gamla verzlunarstaðinn Kúvíkur við Reykjarfjörð.
Hér er nú allt í auðn, ekkert rýfur kyrrðina, nema fjarðaraldan,
er leikur létt og þýtt við þangivaxna hlein, jafnvel æðurin lætur
ölduna vagga sér í algjörri þögn. Engin skip leggjast hér á legu,
engir bátar við bryggju, engar lestar leggja leið sína niður í víkina,
allt athafnalíf er horfið. Hér hefur ekki verið verzlað í rúm tuttugu
ár. Nú er hann í eyði þessi litli fátæklegi verzlunarstaður, sem um
aldir færði fólkinu vörur frá fjarlægum löndum, forðaði mörg-
um frá hungurdauða, færði fólkinu andblæ og áhrif þeirra nýj-
unga, er voru að gerast úti í hinum stóra heimi.
Hér hittust menn, sumir langt að komnir. Hér ræddu menn
85