Strandapósturinn - 01.06.1968, Blaðsíða 113
ÞORSTEINN MATTHÍASSON:
NORÐAN HEIÐA
Kvöldstund hjá Valgerði L/ðsdóttur
frá Skriðnesenni.
Það er liðið nær miðju sumri. Kvöldið er húmað, og kyrrlát
alda hjalar við ströndina. Hér kemur suðvestan blærinn af hafi
og leikur blítt að stráum, heldur norður um heiðar og flytur
yl og gróðurvon kalsárum byggðum.
Bærinn er hljóðlátur eins og venjulega að lokinni önn vinnu-
dags.
Nokkru ofar á skaganum en þar sem nú er mitt húsaskjól, býr
frændkona mín, Unnur Rögnvaldsdóttir, ásamt þremur sonum og
aldraðri móður, Valgerði Lýðsdóttur frá Skriðnesenni í Stranda-
sýslu.
Fyrir því nær hálfum fimmta tug ára, þegar Valgerður stóð
í blóma lífsins, og allt virtist horfa í sólarátt, varð hún fyrir
þungu veikindaáfalli, og hefur aldrei síðan heilum fæti stigið,
en þó alla tíð óbrotin að andlegri reisn. Má svo fyrir þakka holl-
um erfðum, huglægum eigindum og góðum samskiptum þeirra
sem næst hafa staðið.
Valgerður fæddist að Skriðnesenni 31. okt. 1890. Faðir henn-
ar, Lýður Jónsson hreppstjóri, bjó þar í rúmlega fimmtíu ár,
var gildur bóndi og mætur maður, er naut mikils trúnaðar. Móð-
ir hennar, Anna Magnúsdóttir, var merkiskona af skagfirzkum
höfðingjaættum.
Við vorum 12 systkinin, sex bræður og 6 systur, sem ólumst
öll upp í foreldrahúsum. Ekkert okkar fór langdvölum að heim-
111