Strandapósturinn - 01.06.1968, Blaðsíða 82
um, vakandi og starfsfús. Einn af þeim, sem alltaf vildi byggja
upp og gerði það. Meðal slíkra manna er gott að vera.
Jóhann kom með fyrsta vörubílinn í Bjarnarfjörð. Mér er það
minnisstætt, — það var trukkur 3 tonna. Honum var ekið frá
Hólmavík inn fyrir Steingrímsfjörð og norður Bassastaðaháls —
niður að Kaldrananesi. Vegurinn var ruðningur, óslétt holt og
mýrarsund, ekki fyrir þunga bíla — það, sem var upphlaðið, ætl-
að fyrir kerrur og hesta. Var miklum erfiðleikum bundið að kom-
ast um með svo þungt tæki. En þetta var krafa tímans, þetta
vildum við allir í einum kór. I mörg ár var búið við mjög frum-
stæð skilyrði í vegamálum. Upphafinu fylgir oft mikið erfiði. En
nú er búið að leysa þessi vegamál alls hreppsins með mikilli prýði.
Jóhann giftist eftirlifandi konu sinni, Fjólu Loftsdóttur frá
Bólstað, mikilli ágætiskonu. Þau fluttu frá Kaldrananesi til Hólma-
víkur, keyptu sér þar íbúðarhúsnæði og eignuðust indælt heim-
ili, — um allt voru þau samhent, eins og bezt varð á kosið. Strax
eftir komuna til Hómavíkur hóf hann útgerð ásamt öðrum,
gerði út trillubát, nokkru síðar kaupir hann dekkbát, sem hann
gerði út frá Hólmavík og átti meðan heilsan entist. — Hann var
alla tíð ötull sjósóknari, fór vel með alla hluti, — áræðinn, en
varfær — fiskaði vel, ábyggilegur í orði og öllum viðskiptum.
Eftir nokkurra ára dvöl á Hólmavík hefja þau byggingu íbúð-
arhúss á einum fegursta stað á Hólmavík: á Klettaborg, beint
upp af Hólmavíkinni ■— þar vildu þau að heimilið stæði. Ut um
stofugluggann blasir Steingrímsfjörðurinn við, — Vatnsnesfjöll-
in fyrir enda fjarðarins, vinstra megin Selströndin — hægra meg-
in Tungusveitin og Ennishöfði. Þetta verður eins og lokað stórt
stöðuvatn. I góðu veðri á hlýjum vordegi verður maður ósjálfrátt
á þessum stað snortinn af kyrrð og fegurð. Á slíkum stöðum og
stundum er eitthvað mikið til að njóta, þó að við ekki getum skýrt
það.
Þegar Jóhann hefur dvalið nokkur ár á Hólmavík, er hann
orðinn þátttakandi í fjölmörgum málefnum þorpsins. Það stafaði
af því, að sveitungar hans kusu hann í hreppsnefnd Hólmavík-
urhrepps. Þar vann hann störf sín sem fyrr af áhuga og dugn-
aði. Hann óx með árunum og var óumdeilanlega með beztu og
80