Strandapósturinn - 01.06.1968, Page 110
og störf voru búin að yfirvinna sorgina. Þannig báru þau Sand-
neshjónin þetta þunga áfall. Harmatölur leysa engan vanda, sögðu
þau, það er orðið sem orðið er. Þannig var Soffía og maður henn-
ar sterkust, þegar mest reyndi á.
Annar sorgaratburður gerðist á Sandnesi löngu seinna. Þá voru
Sigvaldi og Guðbjörg búin að búa þar í mörg ár, og Soffía og
Einar með lítinn hluta af búskap. Sigvaldi og Guðbjörg áttu þá
sex böm. Þá kom barnaveiki og herjaði svo að segja á hvert
heimili í héraðinu, og dó fjöldi barna. Börnin á Sandnesi veikt-
ust öll, og fjögur þeirra dóu, — 10 ára stúlka, 8 ára drengur,
6 ára drengur, 4 ára drengur. Þá var aðeins eftir elzta og yngsta
barnið. Þessi fjögur börn liggja öll í sömu gröf í kirkjugarðin-
um á Kaldrananesi. Þarna aðstoðaði Soffía foreldrana eftir
fremsta megni, vakti, hjálpaði, huggaði, talaði kjark í alla nán-
ustu, sem misstu svo mikið. — Trú hennar og dugnaður var enn
til og sá sami og hún átti fvrr á ævinni, þrátt fyrir háan aldur.
Eg hef það eftir Guðrúnu Finnsdóttur frá Bæ í Hrútafirði,
að eitt sinn hafi faðir hennar beðið sig að hitta Soffíu og fá upp-
lysingar hjá henni um fræðileg atriði. Þá kynntist hún Soffíu
nokkuð, og hélzt sá kunningsskapur meðan hún lifði. Hún taldi
hana með fróðustu konum, sem hún hefði hitt. Hún var afburða
greind, — trúkona mikil, og hamhleypa til allrar vinnu. Hjálp-
söm og greiðug og mátti ekki aumt sjá. Störf hennar vom jöfn-
um höndum innan og utanhúss, eins og svo margra annarra
sveitakvenna fyrr og síðar, og hvorttveggja leyst jafnvel af hendi.
Það sem þó alveg sérstaklega einkenndi hana, var að hún var
svo traustvekjandi. Enginn var hjálparlaus, sem hafði hana í
návist sinni. Andlegur og líkamlegur kraftur mótaði allt um-
hverfið hvar sem hún fór. Annað var ekki til í návist hennar.
Soffía var mjög góður hagyrðingur og mun hafa búið til þó
nokkuð af vísum og kvæðum. Flest af því mun glatað og er
það skaði.
Hér fara á eftir þrjár vísur, sem hún orti rúmliggjandi á síð-
ustu árum ævi sinnar:
108