Strandapósturinn - 01.06.1968, Page 22
hvert pund, þ.e. kr. 20,00 alls og varð því kaupið fyrir þessa ferð
kr. 64,00.
Eg stóð stutt við á Stað, fór þaðan um kl. 1. Fjörðurinn var
ísi lagður, og fór ég leiruna.
Ekki man ég hver var póstafgreiðslumaður á Borðeyri. En það
er mér í minni hvað ég beið lengi eftir bréfum hjá Halldóri
sýslumanni Júlíussyni. Það var orðið aldimmt þegar bréfin komu,
þó komst ég að Bæ um kvöldið og átti þar ágæta nótt. Morgun-
inn eftir var norðan stórhríð, og fór ég seint af stað, kom við á
Prestsbakka og fór að Guðlaugsvík um kvöldið, gisti hjá Ragúel
Olafssyni og átti þar ágæta nótt. Þar borgaði ég 1 kr. fyrir hest-
inn, en ekkert fyrir mig.
Þriðji dagur, hreint veður, mikið frost. Eg lagði af stað kl. 9,
tók bréf í Skálholtsvík, fékk góða færð á Stikuhálsi, fönnin hélt
hestinum nokkurnveginn. Eg kom niður að Bitrufirði langt fyrir
norðan Þambárvelli. Þá var Bitrufjörður fullur af hafís og ekki
árennilegur. Eg hafði 3ja álna langan broddstaf með góðum
broddi og lagði á ísinn, en var lengi yfir fjörðinn, því ísinn
var mjög ósléttur.
í Gröf í Bitru var viðkomustaður, þar var póstafgreiðslumaður
Einar Einarsson, málhress og kátur, og kona hans Jensína Páls-
dóttir, myndarkona, hjá þeim fékk ég beztu móttökur.
Þá var Bitruháls framundan, brattur og illvígur. Ég bað Einar
að fylgja mér upp á hálsinn og var það velkomið. Þá var bezta
veður. Hann fór með mér vestur á miðjan háls, en þar voru vörð-
ur, sem ég átti að fylgja. Einar snéri þar til baka og tók ekkert
fyrir fylgdina.
Ég hélt vörðunum vestur á brúnir, bratt þótti mér að sjá niður
í Kollafjörðinn. Pabbi hafði sagt mér, að það væri um tvær
leiðir að velja til að komast niður af hálsinum að vestanverðu, að
fara niður Hamarssneiðinga, eða fara út brúnir niður að Stóra-
Fjarðarhorni, þá er minni brekka niður. Ég fór út brúnir og
komst í Stóra-Fjarðarhom um kvöldið, gisti þar um nóttina hjá
Sigurði Þórðarsyni og konu hans Kristínu, en þar var bréfhirðing.
Hjá Sigurði var gott að vera, hann var ræðinn og skemmtileg-
ur, — og ekkert þurfti ég að borga þar:
20