Strandapósturinn - 01.06.1968, Side 98
ég svo talað um Gamla-Thor, að það væri ekki með hlýleik og
virðingu.
Margar sagnir heyrði ég um hann og sumar mjög skemmti-
legar, en eigi tel ég mig hafa svo öruggt minni að ég vilji skrá-
setja þær. En gaman væri ef einhver, sem man Gamla-Thor
og kann frá honum að segja, vildi skrá þær sagnir og bjarga
þeim frá glötun. Gamli-Thor var að mörgu leyti merkilegur mað-
ur og sérstæður persónuleiki. Meðal margra bama Jakobs var
Jakob Jens Thorarensen á Gjögri, faðir Jakobs skálds Thoraren-
sen.
Árið 1906 verður kaupmaður í Kúvíkum, Carl Friðrik Jens-
en. Foreldrar Jens Peter Jensen beykir á Eskifirði og kona
hans Jóhanna Pétursdóttir.
Kona Carls F. Jensen var Sigríður Pétursdóttir frá Húsavík
við Skjálfanda Kristjánssonar. Þau voru bamlaus, en kjördóttir
þeirra er Ina Sigvaldadóttir frá Hrauni í Ámeshreppi.
Carl Friðrik Jensen stofnaði strax nýja verzlun og vom þá 2
verzlanir í Kúvíkum. Verzlun Jakobs Thorarensens var þá orðin
mjög lítil, en Jakob dó 2. janúar 1911, eins og áður er sagt.
Eftir það var Carl F. Jensen einn með verzlun í Kúvíkum.
I fyrstu tók hann á leigu nokkurn hluta gömlu verzlunarhús-
anna, en brátt byggði hann stórt og fallegt íbúðarhús og verzl-
unarhús. Þegar Jensen hætti verzlun í Kúvíkum var íbúðar-
húsið selt og flutt að Kaldbak í Kaldrananeshreppi og stendur
þar nú.
Jensen, eins og hann var ætíð kallaður, rak hákarlaveiðar frá
Kúvíkum eins og fyrirrennarar hans, ásamt verzluninni. Hann
var í hreppsnefnd í mörg ár. Vilhelm Jensen bróðir hans mun
hafa verið í félagi við hann með verzlunina fyrstu árin, eða
nánar til tekið frá 1906 til 1909, en flutti þá til Eskifjarðar, og
síðar til Reykjavíkur. Carl Friðrik Jensen var vænn maður og
viðkynningargóður, strangheiðarlegur og vildi ekki vamm sitt
vita í neinu. Gestrisin vom þau hjón, vinmörg og vinaföst.
Hann dó í Djúpuvík 25. júní, 1948. Þar með var fallinn í
valinn síðasti kaupmaðurinn í Kúvíkum.
Þegar við lítum yfir þessa verzlunarþætti frá Kúvíkum í 142
96