Strandapósturinn - 01.06.1968, Side 107
mína yfirsjón. — Börn eru næm fyrir því, sem fram við þau
kemur, og viss atriði gleymast aldrei, — hvort sem þau eru góð
eða slæm.
í svona ferðalag fórum við börnin aldrei oftar. Mér var þetta
of minnisstætt til þess. — En ég hef stundum verið að hugsa um
þetta ferðalag okkar barnanna, hvað mér finnst það líkt því sem
nú er hjá fullorðna fólkinu, sem heldur, að allsstaðar sé betra
að vera og skemmtilegra og meira af lífsins gæðum en þar sem
það er.
Þá er mér minnisstæður fallegi rauði kjóllinn, sem hún gaf
mér og Valgerður, dóttir hennar, saumaði. Soffía óf efnið sjálf
í sínum vefstól. Þegar ég fór í kjólinn í fyrsta sinn, það er mér
ógleymanlegt. Við megun ekki gleyma því, að í þá daga voru
fötin ekki margbrotin, að minnsta kosti ekki hjá fátæku fólki.
Þakklæti mitt var mikið og einlægt fyrir þessa falllegu gjöf.
Vorið 1909, að mig minnir, fór faðir minn vestur til Isa-
fjarðar og stundaði þar sjóróðra, að þeirra tíma hætti. Björgin
kom stundum að vestan í þá daga. Hann sendi matvörur og fisk-
meti með skipaferðum frá Isafirði til Hólmavíkur. Soffía á Sand-
nesi frétti um þetta og sótti það, flutti á árabát frá Hólmavík að
Sandnesi. En þrátt fyrir það var það ekki komið heim að Klúku.
Elísabet systir mín, sem þá var á Sandnesi, kom til okkar norður
og sagði til vörunnar, sem komin var að Sandnesi. Þá var færðin
ekki góð, djúpir skaflar, frost um nætur, aur í öllum holtum,
þegar þiðnaði við sólarhitann. Ég var send með reiðingshest, og
teymdi ég hann yfir að Sandnesi og gekk það allt snurðulaust.
Mér var ljóst, að það mundi erfitt að komast með hestinn norður,
með þunga bagga. Auk þess var ég afarhrædd við hesta í þá
daga og kveið mikið fyrir að vera ein, og ekki sízt yfir háfjallið;
ef baggarnir færu af einhverjum sökum af hestinum, þá var ég
— unglingurinn, í hreinum vandræðum. En á Sandnesi var eng-
inn til að fylgja mér nema húsmóðirin sjálf.
Nú hjálpaði Soffía mér að koma fyrir öllu trússinu, eins og
bezt mátti verða, á hestinum. Þá segir hún við mig: „Ég ætla
að fylgja þér eitthvað upp fyrir brúnina.“ Sjálfsagt getið þið varla
ímyndað ykkur, hve mér þótti vænt um. Svo lögðum við af stað.
105