Strandapósturinn - 01.06.1968, Qupperneq 24
ágætu hjónum Guðjóni Jónssyni og Sigþrúði Sigurðardóttir. Þeg-
ar ég var setztur inn, kom stúlka og dró af mér sokka, þvoði mér
um fætur og þurrkaði og lét mig síðan hátta í rúmið sitt. Hafi
hún hjartans þökk fyrir þessar góðu móttökur. Þama átti ég á-
gæta nótt.
Sjötti dagur, — norðan kafald og frost. Ég fór tímanlega af
stað og hélt að Byrgisvík. Þar bjuggu Guðmundur Jónsson og
Sigríður Ingimundardóttir, mestu sæmdarhjón. Guðmundur og
Sigríður áttu mörg myndar börn og þar sá ég fallegustu stúlku
sem ég hef séð urn dagana, Ingibjörg hét hún. Ef ég hefði verið
ókvæntur, hefði ég farið að hugsa mig um. Mér gekk vel að
Veiðileysu og skilaði bréfum, þar sá ég stærsta bamahóp, sem
ég hef séð á einu heimili. Frá Veiðileysu er háls yfir að fara í
Reykjarfjörð, og er hann brattur uppgöngu. Ég fékk fylgd upp
á hálsinn, en þaðan er stutt niður í Kúvíkur. Þar hitti ég Carl
Jensen, þann góða mann, hann afgreiddi mig og lét síðan fylgja
mér yfir Reykjarfjörð að Naustvík og tók ekkert fyrir. I Naust-
vík gisti ég um nóttina hjá Guðmundi Amasyni.
Sjöundi dagur, bjart veður, en 20 stiga frost. Ég fór af stað
kl. 9, Guðmundur fylgdi mér upp á Skörð, en þaðan sá ég Ames
og fleiri bæi. Ég hélt niður hallann og heim að Ámesi, þar sem
ég hitti prestinn síra Svein Guðmundsson. Hann bauð mér inn
og afgreiddi póstinn, og fékk ég þar hinar beztu móttökur. Svo
hélt ég áfram út á Norðurfjörð, þar sem Guðmundur Pétursson,
verzlunarstjóri, tók á móti póstinum.
Var þá mín ferð á enda á sjöunda degi. Guðmundur bauð
mér að vera um nóttina, en daginn eftir sagðist hann ætla heim
í Ófeigsfjörð. Daginn eftir um miðjan dag héldum við af stað
norður í Ófeigsfjörð.
Nú mátti ég ekki fara frá Ófeigsfirði til baka fyrr en 3 dögum
á undan ísafjarðarpósti, hann varð að vera kominn til Hólma-
víkur á undan mér, svo að ég gæti tekið póstinn, sem átti að
fara suður. Ég ákvað því að fara norður að Dröngum, en þar
bjó Jakobína föðursystir mín. Frá Ófeigsfirði að Dröngum er um
5 klst. gangur og einn bær í milli, Drangavík. Næsta dag lagði
ég af stað norður í góðu veðri. Gangfæri var ágætt og gekk
22