Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1968, Page 24

Strandapósturinn - 01.06.1968, Page 24
ágætu hjónum Guðjóni Jónssyni og Sigþrúði Sigurðardóttir. Þeg- ar ég var setztur inn, kom stúlka og dró af mér sokka, þvoði mér um fætur og þurrkaði og lét mig síðan hátta í rúmið sitt. Hafi hún hjartans þökk fyrir þessar góðu móttökur. Þama átti ég á- gæta nótt. Sjötti dagur, — norðan kafald og frost. Ég fór tímanlega af stað og hélt að Byrgisvík. Þar bjuggu Guðmundur Jónsson og Sigríður Ingimundardóttir, mestu sæmdarhjón. Guðmundur og Sigríður áttu mörg myndar börn og þar sá ég fallegustu stúlku sem ég hef séð urn dagana, Ingibjörg hét hún. Ef ég hefði verið ókvæntur, hefði ég farið að hugsa mig um. Mér gekk vel að Veiðileysu og skilaði bréfum, þar sá ég stærsta bamahóp, sem ég hef séð á einu heimili. Frá Veiðileysu er háls yfir að fara í Reykjarfjörð, og er hann brattur uppgöngu. Ég fékk fylgd upp á hálsinn, en þaðan er stutt niður í Kúvíkur. Þar hitti ég Carl Jensen, þann góða mann, hann afgreiddi mig og lét síðan fylgja mér yfir Reykjarfjörð að Naustvík og tók ekkert fyrir. I Naust- vík gisti ég um nóttina hjá Guðmundi Amasyni. Sjöundi dagur, bjart veður, en 20 stiga frost. Ég fór af stað kl. 9, Guðmundur fylgdi mér upp á Skörð, en þaðan sá ég Ames og fleiri bæi. Ég hélt niður hallann og heim að Ámesi, þar sem ég hitti prestinn síra Svein Guðmundsson. Hann bauð mér inn og afgreiddi póstinn, og fékk ég þar hinar beztu móttökur. Svo hélt ég áfram út á Norðurfjörð, þar sem Guðmundur Pétursson, verzlunarstjóri, tók á móti póstinum. Var þá mín ferð á enda á sjöunda degi. Guðmundur bauð mér að vera um nóttina, en daginn eftir sagðist hann ætla heim í Ófeigsfjörð. Daginn eftir um miðjan dag héldum við af stað norður í Ófeigsfjörð. Nú mátti ég ekki fara frá Ófeigsfirði til baka fyrr en 3 dögum á undan ísafjarðarpósti, hann varð að vera kominn til Hólma- víkur á undan mér, svo að ég gæti tekið póstinn, sem átti að fara suður. Ég ákvað því að fara norður að Dröngum, en þar bjó Jakobína föðursystir mín. Frá Ófeigsfirði að Dröngum er um 5 klst. gangur og einn bær í milli, Drangavík. Næsta dag lagði ég af stað norður í góðu veðri. Gangfæri var ágætt og gekk 22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.