Strandapósturinn - 01.06.1968, Side 34
Komast þeir í hellirinn, ná burt stúlkunni og barninu, en Þórður
klifrar i hamar einn þar skammt frá. Sækir bóndi og hans menn
eftir. Þórður tekur steina og sendir þeim ekki mjúklega. Meiðast
margir, en þrír dóu, var bóndi einn þeirra; hverfa síðan frá með
sneypu. En Þórður hefst við í hellrum (og) skútum, leggst nú á fé og
stelur. Fer hann víða um Strandir og er það sögn sumra að Aðalvík-
ingar yrðu hönum að bana með galdri á tuttugasta útlegðarári, en aðrir
segja hann stryki í hollenzka duggu og næði áður stúlkunni og barninu
Þannig er Þórðarhellir nú á dögum: Dyr hans eru so lágar að inn
verður að ganga hálfboginn. Liggur hann niðrá við þegar eins faðms
langt er inn komið. Er hann þrjár álnir á hæð út við allt um kring,
inn í miðju fullar fimm, tíu álna langur, fimm til sex breiður; í miðj-
unni er bálkur eða veggur hlaðinn úr köntuðu grjóti. Á öllum röndum
hans eru lagðir langir steinar hvur við ann(an). Bálkur þessi er þrjár
álnir langur, ein og hálf breiður og eins á hæð. Rjáfur hellisins er
hvelft. Litil er birta í hönum og ekki er þar lestrarbjart um hádag.
Kaldur óþefur er í honum og lá mér við ógleði þegar inn kom. Sand-
skriða brött liggur úr stórgrýttri fjöru til hjallans sem hellirinn er í,
en hjallinn er á að gizka átta til tiu faðma hár. Slétt er bergið og svart-
litt. Ekki sér dyr hellirsins fyrr en að þeim er komið. Inngangur hans
er hér um tveggja álna breiður og stórgrýtishrúga nokkur framan fyr-
ir og hylur op hans.
(íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Safnað hefur Jón Árnason. Árni
Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfu. Reykjavík 1956.
IV. bindi bls. 404—406).
Ég skoðaði Þórðarhelli hinn 23. ágúst 1960 síðdegis í ágætu
veðri. I för með mér voru þeir Guðmundur Þórðarson læknir,
Guðbrandur Þorláksson símstjóri, báðir til heimilis í Djúpavík,
og Guðjón Jónsson bóndi í Litlu-Ávík. Höfðum við með okkur
ljós, málband og skóflu, svo og myndavél. Við mældum hellinn,
og reyndist hann vera 10,5 metrar á breidd og 12 metrar á
lengd. Mesta hæð hans var 3.10 metrar. Hann er hæstur í suðaust-
ur, en lækkar víðast mjög til jaðranna. Mynni hans veit móti
austri, er það lágt, frekar mjótt og verður að skríða niður á við inn
um það til þess að komast inn. Engin óræk merki um mannvist
fundum við í hellinum, svo sem bálk þann, sem Tómas talar um,
en lausagrjót kantað er til og frá um hellisgólfið. Þess má geta, að
stór steinn kantaður er nálægt miðju hellisins. Gæti hann verið
32