Strandapósturinn - 01.06.1968, Blaðsíða 112
ég henni fyrir allt, bæði stórt og smátt, sem hún hafði gert fyrir
mig og mitt fólk, og fyrir svo marga aðra. Hryggð mín var ein-
læg og lotning fyrir þessari srórbrotnu mikilhæfu konu. Hennar
leið var á enda hér í þessurn heimi.
Nóttina eftir að Soffía lézt, fannst mér í draumi, að ég sé
að snúast við eitthvað í baðstofunni. Þá er Soffía þama hjá mér,
og mér finnst ég vita, að hún sé dáin; það fannst mér ekkert
athugavert við. Hún talaði við mig og sagði, að sér væri kalt á
fótunum, en bætti við: — Já, en það liggur ekkert á að lagfæra
það, fyrr en þú hefur tíma til. —• Svona var hennar hugsun,
lífs og liðinnar. Aðrir fyrst, svo ég.
Um morguninn athugaði ég þetta, og kom í ljós, að lakið náði
ekki vel fyrir iljamar. Auðvitað lagfærði ég þetta strax. I huga
minn kom, að ekki væri hún langt frá mér, þó hðin væri.
Þessi fáu orð mín um Soffíu og þau Sandneshjónin em ófull-
nægjandi, og vona ég að aðrir geri betur. Soffía var kona, sem
gagn var að kynnast, gott að njóta, gáfuð og skemmtileg, fyrir-
mynd annarra kvenna, — höfðingi í sjón og reynd. Guð blessi
minningu hennar.
110