Strandapósturinn - 01.06.1968, Page 46
LJÚFT Á FUNDI LJÓÐAÞINGS
LÍÐUR SÉRHVER VAKA
EFTIRLÆTI ÍSLENDINGS
ERTU KÆRA STAKA.
FYRRl H LUTI
Norðurferðin
Strandamenn og Húnvetningar sameinuðust um bíl til að
vera við opnun byggðasafnsins að Reykjum í Hrútafirði þann
9. júní 1967. Vísur þær sem hér fara á eftir, voru ortar í bílnum,
og eru fyrst þær sem urðu til á leiðinni norður. Bíllinn var frá
Guðmundi Jónassyni og hafði númerið 345.
Til að byrja með var fremur hljótt í bílnum. Samtalið gekk
stirðlega, og þokan og súldin bættu ekki úr skák. Utlitið var
ekki sem bezt, en þegar verst gengdi heyrðist farið með vísu fram
í bílnum, það var Magnús Gunnlaugsson frá Osi í Steingríms-
firði. Einhver kallaði, og bað hann endurtaka vísuna, hvað hann
gerði. Það kom nú í ljós að kona Magnúsar, Aðalheiður Þórarins-
dóttir frá Hjaltabakka í Húnaþingi var höfundurinn.
Andans gróöur alltaf ber
yl frá nœstu grönnum.
Húnvetningar halla sér
helzt aö Strandamönnum.
Nokkru aftar en í miðjum bíl, sat önnur húnvetnsk kona,
Þórhildur Sveinsdóttir frá Hóli í Svartárdal. Ekki hafði hún
haft það náin kynni af Strandamönnum að gæfi tilefni til sam-
þykkis.
Allt er jafnt, og enn í ró
ekkert fært í letur.
Húnvetningar hygg ég þó
hafi stundum betur.
44