Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1968, Page 110

Strandapósturinn - 01.06.1968, Page 110
og störf voru búin að yfirvinna sorgina. Þannig báru þau Sand- neshjónin þetta þunga áfall. Harmatölur leysa engan vanda, sögðu þau, það er orðið sem orðið er. Þannig var Soffía og maður henn- ar sterkust, þegar mest reyndi á. Annar sorgaratburður gerðist á Sandnesi löngu seinna. Þá voru Sigvaldi og Guðbjörg búin að búa þar í mörg ár, og Soffía og Einar með lítinn hluta af búskap. Sigvaldi og Guðbjörg áttu þá sex böm. Þá kom barnaveiki og herjaði svo að segja á hvert heimili í héraðinu, og dó fjöldi barna. Börnin á Sandnesi veikt- ust öll, og fjögur þeirra dóu, — 10 ára stúlka, 8 ára drengur, 6 ára drengur, 4 ára drengur. Þá var aðeins eftir elzta og yngsta barnið. Þessi fjögur börn liggja öll í sömu gröf í kirkjugarðin- um á Kaldrananesi. Þarna aðstoðaði Soffía foreldrana eftir fremsta megni, vakti, hjálpaði, huggaði, talaði kjark í alla nán- ustu, sem misstu svo mikið. — Trú hennar og dugnaður var enn til og sá sami og hún átti fvrr á ævinni, þrátt fyrir háan aldur. Eg hef það eftir Guðrúnu Finnsdóttur frá Bæ í Hrútafirði, að eitt sinn hafi faðir hennar beðið sig að hitta Soffíu og fá upp- lysingar hjá henni um fræðileg atriði. Þá kynntist hún Soffíu nokkuð, og hélzt sá kunningsskapur meðan hún lifði. Hún taldi hana með fróðustu konum, sem hún hefði hitt. Hún var afburða greind, — trúkona mikil, og hamhleypa til allrar vinnu. Hjálp- söm og greiðug og mátti ekki aumt sjá. Störf hennar vom jöfn- um höndum innan og utanhúss, eins og svo margra annarra sveitakvenna fyrr og síðar, og hvorttveggja leyst jafnvel af hendi. Það sem þó alveg sérstaklega einkenndi hana, var að hún var svo traustvekjandi. Enginn var hjálparlaus, sem hafði hana í návist sinni. Andlegur og líkamlegur kraftur mótaði allt um- hverfið hvar sem hún fór. Annað var ekki til í návist hennar. Soffía var mjög góður hagyrðingur og mun hafa búið til þó nokkuð af vísum og kvæðum. Flest af því mun glatað og er það skaði. Hér fara á eftir þrjár vísur, sem hún orti rúmliggjandi á síð- ustu árum ævi sinnar: 108
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.