Strandapósturinn - 01.06.1968, Page 76
í gönguferð og ætlaði klettabrúnir sem eru milli Brúarár og
Reykjarvíkur. Rökkrið var að færast yfir og sást illa til, auk
þess var ég ekki kunnugur landslagi þama. Gekk ég fyrstur og
reyndi að sjá fyrir hættur við klettabrúnir en allt í einu er sem
kippt sé undan mér fótunum og ég veit ekki fyrr til en ég sit í
flæðarmáli með fætur í sjó en að mestu á kafi í fönn. Einhver
undarlegheit vom í kviðarholinu, en þó varð mér strax hugsað
til barnanna. Hvað hafði hent þau? Eg sá fyrst engin böm en
brátt heyrði ég til þeirra og sá þau öll með tölu hátt uppi á
klettabrúninni. Varð mér þá Ijóst hvað skeð hafði. Eg hafði farið
út á hengju sem klofnaði um klettinn og féll allt til sjávar en
yngsta barnið, Ingigerður, aðeins sjö ára, var næst á eftir mér.
Hún stóð á blábrúninni og horfði á eftir mér fram af hengiflug-
inu. Aldrei hefi ég orðið glaðari en þegar ég sá blessuð bömin,
sem mér var trúað fyrir, heil á húfi.
Það er svo margt, sem í hugann kemur, þegar farið er að
hræra upp í gömlum minningum frá vem minni með Strend-
um, en þar sem heil bók mundi ekki nægja til að ræða það
allt hvað þá heldur smágrein í póstinum, hlýt ég að fara fljótt
yfir sögu.
Þegar ég kom á hina elskulegu Sektrönd við Steingrímsfjörð/
þar sem ég átti eftir að eiga svo margar dásamlegar stundir
með góðu og greindu fólki, varð ég þess fljótt var, að þrátt fyrir það
að ýmislegt hafði verið vel gert þar og í samræmi við byggðalög
landsins, skorti mikið á að fólk, sem stundaði daglaunavinnu,
fengi sinn hlut úr þeim verðmætum, sem það skapaði með starfi
sínu.
Það var þá enn ekkert verkalýðsfélag til í allri sýslunni. Fisk-
verð hlýtur að hafa verið svipað allstaðar á landinu en á Isa-
firði var þá greitt í kaup kr. 1,20 en við Steingrímsfjörð 55
aurar. Svona var réttlætið í þá daga meðal sannkristinna manna
á Drangsnesi.
Ég gekkst því fyrir því árið 1934 að stofnað var Verkalýðs-
félag Kaldrananeshrepps og var sama ár stofnað félag á Hólma-
vík og þó fyrr á árinu og annað á Borðeyri. Jón Sigurðsson erind-
reki A.S.Í. stofnaði þau. Þessi ár, sem ég var í Kaldrananes-
74