Strandapósturinn - 01.06.1969, Síða 9
Til lesenda
„Strandapósturinríc sér nú dagsins Ijós í þri8ja sinn og á því
bernskustigi þykir okkur ritnefndarmönnum hlýða a8 fylgja rit-
inu úr hlaöi meö því að endurtaka fyrri hvatningarorð til lesenda
um aö líta nú í handraöann og hug sér í leit aö efni til birtingar.
Viö lítum svo á, aö „Strandapósturinrí‘ eigi aö vera hirzla and-
legra verömæta af Ströndum, sem ennþá má bjarga frá glötun og
gleymsku, verÖmœta, sem tengja fortíÖ viÖ nútíÖ, kynslóö viö kyn-
slóÖ. Okkur segir svo hugur um, aÖ margir alþýÖumenn og fræöa-
þulir lumi á ýmsu, sem til gullkorna veröi taliö. Vonum við, að
„Strandapósturinríc vinni traust þeirra smátt og smátt og þeir
vilji trúa honum fyrir varðveizlu minninga sinna um menn og
málefni frá fyrri tíö, sem að öðrum kosti yröu gleymskukvörn
t’imans aö bráð.
Að visu skal þaö með ánœgju játað, aö efni hefur borizt öllu
greiðlegar síöustu mánuði en áður, og þaö svo, aö ekki reyndist
unnt að finna því öllu rúm í þessu hefti, sem við heföum þó helzt
kosiö, og bíður þaö næsta árs. Af þessari ástæðu var ráðizt í aö
stækka ritið um eina örk (16 síður), og vonum viö aö svo megi
haldast næstu árin.
Ritnefndin sendir lesendum „Strandapóstsinscc beztu kveðjur og
þakkar góöar undirtektir viö útgáfuna.
Bréf og efni má senda ritnefndarmönnum beint eða í pósthólf
128, Reykjavík.