Strandapósturinn - 01.06.1969, Page 11
ein fornleg hellubm við vallargarð.
I grasi túns sem glóði í morgunsól
lá gömul spík hjá steini á bæjarhól
og hafði dapra sögu að segja mér:
Þú sérð að það er enginn lengur hér,
og ekkert hús né bær að bjóða til,
með bjálkadyr og rekaviðarþil,
en grasið leggst og það er synd að sjá
í sólskinsbreyskju. — Kannt þú ekki að slá?
A malarströnd er margt sem fyrir ber
og mörg þau bein sem eru grafin hér,
af feigð og háska er fjöruloftið ramt,
við forvaðann er djúpt og brimasamt.
Hér lá þó forðum flóttamannaleið
þess fólks sem öxi, hrís og eldur beið,
en þeirra nöfn, sem greiddu hinn grýtta spöl,
reit gleymska allra tíma í þessa möl.
Af Skreflufjöllum súgar næsta svalt, —
um Sauratúnið hefur andað kalt
er stormsins dreki af dyngju sinni fló
og dreifði heyi bóndans út á sjó.
—• Og máske á fjaran brot úr báti þeim
sem brimið sló — og aldrei náði heim.
—• Hverf héðan, gestur, þér mun þykja reimt
í þeirri rúst sem engu hefur gleymt.
Mér varð að spyrja: er veiðin heldur smá?
og Veiðileysufjörður brosti þá,
með sumarsvip á hamri og hverri tó
og hvítan streng úr fjalli út í sjó.
Mig dreymdi draum um góð og gömul tröll
sem gestinn leiða í sína konungshöll,
-— og eitt er víst: að aldrei hafði ég fyr
séð út til hafs um slíkar hallardyr.
9