Strandapósturinn - 01.06.1969, Qupperneq 19
kirkjunnar allur fura og eir. Gólf kirkjunnar er úr steini sem
fluttur var inn frá Danmörku.
Ætlað er að kirkjan rúmi 154 í sal, en einnig er talsvert rými
fyrir kirkjugesti á sönglofti.
Kirkjunni hafa borizt margar góðar gjafir. Fyrst er að geta
þess að Gunnar heitinn Ólafsson gaf allar teikningar sínar að
kirkjunni. Ennfremur hafa kirkjunni borizt eftirtaldar gjafir:
Skírnarfontur til minningar um hjónin Ragnheiði Halldórs-
dóttur og Guðmund Guðmundsson frá Bæ á Selströnd, gefinn
af afkomendum þeirra, kertastjakar á altari, minningargjöf um
Pálfríði Áskelsdóttur frá eiginmanni hennar, börnum, tengda-
börnum og barnabömum, kross á altarisvegg, gefinn af Ingi-
björgu og Guðmundi Hraundal í Reykjavík, altarið er gefið
af sóknarprestinum, séra Andrési til minningar um foreldra hans
og bróður, predikunarstóllinn er gjöf frá börnum Benedikts Finns-
sonar á Hólmavík til minningar um þau hjónin Benedikt og
konu hans Guðrúnu Ingimundardóttur og fóstm barnanna Guð-
rúnu Finnsdóttur, kaleikur gefinn til minningar um Guðjón Guð-
laugsson alþingismann og konu hans af syni þeirra Guðmundi
skipstjóra í Reykjavík, kaleikur gefinn af Jömndi Gestssyni á
Hellu, konu hans og börnum,messuhökkull gefinn af Jóni Sæ-
mundssyni og systkinum til minningar um Katrínu systur þeirra,
hátíðahökull með stólu o.fl. gefinn af Lionsklúbb Hólmavikur,
númeratafla með númerum gefin af Árna E. Jónssyni Hólmavík,
sem um árabil var organisti Hólmavíkursóknar, biskup Islands
gaf biblíu og sálmabækur til kirkjunnar og fyrstu fermingar-
bömin sem fermd voru í kirkjunni gáfu henni íslenzka fánann
á stöng, Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri í Reykjavík, hefur gefið
kirkjunni margar gjafir og stórar m.a. 50 sálmabækur með
áletruðu nafni kirkjunnar. Hann gaf andvirði 50 stóla sem keyptir
voru í kirkjuna og skuldabréf að verðmæti 50 þús. krónur. Auk
þessa hafa ýmsir fleiri aðilar gefið verulegt fé til kirkjubyggingar-
innar.
Núverandi sóknamefnd á Hólmavík skipa: Jóhann Guð-
mundsson, fonnaður, Jakobina Áskelsdóttir og Jóhann I. Guð-
mundsson.
2
17