Strandapósturinn - 01.06.1969, Page 20
Nýir menn í opinberar st'óSur:
Sýslumannsskipti urðu á árinu í Strandasýslu. Björgvin Bjarna-
son, sem gegnt hafði embættinu um tíu ára skeið lét af störfum
1. nóvember og gerðist bæjarfógeti á ísafirði og sýslumaður í
ísafjarðarsýslum. Héldu Strandamenn honum veglegt kveðju-
samsæti og færðu honum að skilnaði vandað sjónvarpstæki að
gjöf. Við embættinu tók Andrés Valdimarsson, áður fullrtúi lög-
reglustjóra í Reykjavík.
Framkvæmdastjóraskipti urðu hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarð-
ar, Hólmavík. Ámi Jóhannsson, sem verið hafði kaupfélagsstjóri
s.l. ár, lét af því starfi og gerðist framkvsemdastjóri Kaupfélags
Húnvetninga á Blönduósi, Ráðinn var í starfið Jón Eðvald Al-
freðsson, áður bókari hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar.
Einnig urðu framkvæmdastjóraskipti hjá Kaupfélagi Bitm-
fjarðar, Ospakseyri. Olafur E. Einarsson, Þómstöðum, sem verið
hafði kaupfélagsstjóri þar undanfarin ár og áður formaður kaup-
félagsins um árabil lét af störfum og flutti til Reykjavíkur. Ráð-
inn var í starfið Einar Magnússon, Hvítuhlíð.
Iþróttir:
Íþróttalíf var með nokkmm blóma á árinu. Héraðssamband
Strandamanna hafði þjálfara á sínum vegum um þriggja mánaða
skeið sumarið 1968.
Eftirtalin íþróttamót vom haldin innan héraðs:
1) Héraðsmót í frjálsum íþróttum að Sævangi 29. júní. Fjög-
ur félög sendu samtals 33 keppendur, en auk þess kepptu 2 gestir
frá Vestur-Húnvetningum. Umf. Geisli á Hólmavík varð stiga-
hæst á mótinu með 84,5 stig.
2) Sundmót í Gvendarlaug 11. ágúst. Tvö félög sendu samtals
30 keppendur, en auk þess kepptu tveir gestir úr Reykjavík og
Hafnarfirði. Sundfélagið Grettir í Bjamarfirði varð sigurvegari
á mótinu með 93, 0 stig.
3) Bikarkeppni í knattspyrnu að Sævangi 8. september. Tvö
félög kepptu, Umf. Geisli og Sundfélagið Grettir. Umf. Geisli sigr-
aði í leiknum með 5:1.
4) Knattspymukeppni að Sævangi 14. september. H.S.S. keppti