Strandapósturinn - 01.06.1969, Qupperneq 23
Símon Jóh. Ágústsson:
0* 0*
Arnes og Arnesprestar
Árneshreppur eða Víkursveit er nyrzti hreppur Strandasýslu
og er ein kirkjusókn. Nær hann alla leið frá Geirólfsgnúpi og
inn að Spena norðan við Kaldbaksvík. Skjaldabjamarvík er nyrzti
bærinn í hreppnum, en Kolbeinsvík hinn syðsti. Báðir þessir
bæir em nú fyrir all-löngu komnir í eyði. Mun Jretta vera einn
lengsti, ef til vill lengsti, hreppur á landinu. Þar er víða torleiði
mikið, einkum norðan til, vegir vondir um urðir og klungur, svo
að naumast má koma um þá hesti, vatnsmiklar ár, straumþungar
og stórgrýttar, hálsar og skörð milli fjarða og víkna, illfær nema
gangandi mönnum, og stundum með öllu ófær sakir svella og
harðfennis, ófæmr og standberg í sjó fram. Allvíða er hætt við
snjóflóðum, skriðum og grjóthrani. Á sjó em samgöngur einnig
erfiðar, nema innfjarða, sakir boða, skerja, stórsjóa opins út-
hafs og vondra lendinga. Geta liðið svo vikur, að hvorki má heita
fært á sjó né landi til sumra bæja. Þannig var þetta áður fyrr,
en nú er sæmilegur bílvegur kominn alla leið til Ingólfsfjarðar
og verður að sjálfsögðu ekki lengra lagður um sinn, því að allir
bæir fyrir norðan Ingólfsfjörð em nú komnir í eyði.
Náttúmfegurð í Árneshreppi er við bmgðið. Landslagið er fjöl-
breytilegt, svipmikið og sums staðar hrikalegt. Fagrir fossar era þar
víða. Furðu hlýlegt og grösugt er í sumum fjörðum og dölum
inn af þeim, svo sem í Veiðileysufirði, Reykjarfirði, Trékyllisvík,
og Ingólfsfirði.
Miðsveitis er Trékyllisvík og þar er prestssetrið, sem er land-
námsjörð og metin var til 18 hundraða í jarðamati Johnsens
1847. Tveir aðrir bæir era örskammt frá Ámesi, Finnboga-
staðir og Bær. Undirlendi er mikið í Víkinni, alla leið frá Ámes-
21