Strandapósturinn - 01.06.1969, Side 24
fjalli til Reykjaness og Gjögurs, sennilega eitt hið mesta og bezta
samfellda ræktunarland í allri Strandasýslu. Víkin í víðri merk-
ingu, þ.e. frá Krossnesi að norðan til Reykjaneshyrnu að sunnan,
er kjami sveitarinnar, en báðir endar hennar eru nú komnir í
eyði, 6 bæir á annan veginn, en 4 á hinn. Seljanes, við Ingólfs-
fjörð er nú nyrzta byggt ból í hreppnum, en Djúpavík í Reykjar-
firði hið syðsta. Sumar þessar eyðijarðir voru áður mannmörg stór-
býli. Má ætla, að miðbik Víkursveitar haldist í byggð, þar sem
sæmilegur vegur er kominn þangað. Ámeshreppur var áður fyrr
fjölmennasti hreppur Strandasýslu. Árið 1703 vom þar 214
manns, 1915 473 menn. 1942 komst íbúatala hreppsins hæst
og var þá 528 manns; voru þá í hreppnum tvær stórar síldar-
verksmiðjur, önnur í Djúpavík í Reykjarfirði, hin á Eyri í Ing-
ólfsfirði. Eftir að síld lagðist frá Norðurlandi, hefur hreppsbúum
fækkað mjög og voru þeir um 225 við manntal 1. desember
1968.
I Árnesi er eina kirkjan í sókninni. Forðum lágu nokkur bænhús
til Ámess, sakir stærðar sveitarinnar og erfiðra samgangna. Á
Dröngum og Felli fram um 1600. I Skjaldabjarnarvík er og talið
að bænhús hafi verið til forna, svo og í Ofeigsfirði. Talið er, að
kirkjan hafi fyrst staðið að Bæ, sem er örstutt frá Ámesi. Sést þar
enn merki um kirkjugarð, og er hann afgirtur og friðlýstur. Sagt
er, að kirkjan hafi verið flutt þaðan að Ámesi, en þar er komin
kirkja 1244.
Sakir afskekktrar legu sinnar, atvinnuhátta, sem mótuðust af
möguleikum þcim til lífsafkomu, sem land og sjór veittu, var
menning Víkursveitunga sérstæð um margt. Þótt beitilönd séu
góð og víðlend, em slægjur þar víðast mjög rýrar og skilyrði
til túnræktunar lítil, áður en nútímatækni kom til. Varð því
að lifa að eins miklu leyti af veiðiskap og því sem sjórinn gaf.
Hákarlaveiðar á opnum skipum stóðu til 1915, en vom með mikl-
um blóma fram um síðustu aldamót. Trjáreki hefur alla tíð verið
feikimikill á Ströndum og stunduðu Víkursveitungar mikið smíð-
ar á vetmm og seldu smíðisgripi sína til annara héraða, en höfðu
sjálfir gnægð viðar til báta, húsa og eldiviðar og seldu þar að
auki utanhéraðsmönnum mikinn við. Selveiði og æðarvarp var
22