Strandapósturinn - 01.06.1969, Page 27
Séð frá Djúpavík til Naustvíkur.
biskup vanséð muni vera, hvað lengi hann muni þar vera“. (J.H.
Biskupasögur I, bls. 129). Síra Gunnar hefur að sjálfsögðu látið
þessa áminningu biskups sér að kenningu verða, því að hann er
prestur samfleytt í Árnesi í 31 ár eða til dauðadags. Hefur hann
að því er ráða má verið umburðarlyndur maður í trúarefnum, því
að kaþólskan virðist enn þá eiga sterk ítök í hugum manna um
og eftir daga hans, smbr. Jón lærða Guðmundsson, sem var í upp-
vexti sínum sóknarbam séra Gunnars. — Lagði Gísli biskup mikið
kapp á að setja hina beztu og lærðustu kennimenn í útkjálka
landsins, svo sem yzt á Austfjörðum og Vestfjörðum, sem lionum
vonr fjarlægastir og hann sjálfur náði sízt til, en almúginn þar
mjög einfaldur og fáfróður í sáluhjálparefnum, en þar fáir til að
leiðrétta hann. (J-H. Biskupasögur I, bls. 128—129).
Næsti prestur í Ámesi er síra Jón Grímsson. Var hann þar
aðeins eitt ár 1614—1615. Fyrst var hann prestur í Ögurþingum
og getur Jón Indiafari um hann í Reisubók sinni (Reisubók,
I, bls. 10—11. Rv. 1946). Var síra Jón því handgenginn Ara
25