Strandapósturinn - 01.06.1969, Page 30
þeim loks nautinu og kvað þá mega vitja þess áður en þeir færu.
Nóttina eftir, aðfaranótt 21. september, gerði aftaka vestan eða
útnorðan veður. Brotnuðu þá öll þrjú skip Spánverja, þrír menn
af þeim týndust, en 83 björguðust. Vora Spánverjar nú í mikl-
um nauðum staddir. Jón lærði vildi taka til sín 3—4 menn í
vist, enda var eina skynsamlega ráðið að skipta þeim niður á bæi,
ef þeir hefðu átt lífi að halda án þess að fremja rán. Presíur kom
á annan strandstaðinn, á Kjörvogshlíð, með nautið og guldu
Spánverjar honum það vel. Lét prestur tvo fyrirliða Spánverja
hafa vitnisburð á latínu og íslenzku um að þeir hefðu hegðað
sér vel. Með því að prestur og fleiri höfðu frétt af skútu á Dynj-
anda í Jökulfjörðum, fýstu þeir Spánverja mjög á að fara þang-
að og sigla henni utan. Spánverjar hlíttu þessu ráði og fóra á
átta skipsbátum djúpleiði fyrir Strandir í stórsjó, en þegar til
Jökulfjarða kom, reyndist skútan ekki haffær, og sigldu þá Spán-
verjar bátum sínum til ýmissa staða á Vestfjörðum og frömdu
þar mörg rán í nauðum sínum. Fyrir forgöngu Ara í Ögri var
svo farið að Spánverjum hvar sem þeir fundust og þeir vegnir.
Allmargir Spánverjar komust til Patreksfjarðar, vora þar um vet-
urinn 1615—1616, hertóku um vorið enska fiskiskútu og komust
á þann veg utan.
Ófögur er lýsing Jóns lærða á vígum Spánverja við Isafjarðar-
djúp, en hana hafði hann eftir sjónarvottum, því að hann var
ekki sjálfur við vígin og neitaði kvaðningu Ara um að taka þátt
í aðför að Spánverjum á Patreksfirði. Hms vegar var Jón prestur
Grímsson staddur við vígin í ísafjarðardjúpi. Fyrir meðalgöngu
prests hét Ari Marteini, fyrirhða Spánverja, griðum, svo og
öðrum manni, en báðir þessir menn vora vegnir vopnlausir í
griðum af óðum hermönnum Ara, án þess að hann fengi að gert.
Spánverjavígin hafa hlotið misjafna dóma. Víst er, að Ari
hafði konungsbréf um að taka reyfara af hfi, hvar sem til þeirra
næðist, og þótti sumum hann hafa gert gott verk, en öðram virt-
ist níðingslega vera við Spánverja leikið.
Hlutdeild síra Jóns að Spánverjavígum og sambúð hans
við Spánverja virðist fremur vera ósköruleg og vesalmannleg en
illmannleg. Var hann að ætla má algert handbendi Ara í Ögri
28