Strandapósturinn - 01.06.1969, Page 33
Finnbogastaðir
ustu ár sín son sinn, Bjarna, sem aðstoSarprest og létust þeir báð-
ir sama árið. Guðmundur var búsýslumaður mikill og iðjumaður
og græddist fé. Bjami sonur hans var hinn bezti smiður og bygg-
ingamcistari, hugvitssamur, atkvæðamaður, dagfarsgóður og and-
ríkur kennimaður.
Næsti prestur í Árnesi var Halldór Magnússon, 1707—1731,
afkomandi Einars í Eydölum. Hann var talinn frómur dandis-
maður. Sonur hans, Magnús, tók við af föður sínum og var prest-
ur þar til 1745. Þegar Harboe vísiteraði í Strandasýslu í júní 1745,
gat Magnús ekki mætt vegna fótbrots. Harboe lætur ekki mikið
af lærdómi hans, en kveður hann siðsaman og rækja starf sitt af
fremsta megni. Þá vora í söfnuðinum 284 manns, þar af 130
bóklæsir. Um llluga Jónsson og Erlend Jónsson, sem prestar vora
í Árnesi á áranum 1754—1764, er þess getið, að báðir voru mestu
hagleiksmenn og fengu þeir hið bezta orð. Guðmundur Bjarna-
son frá Flatey á Breiðafirði var prestur í Árnesi frá 1793-—1824
og dó þar um áttrætt. Hann var sæmilegur predikari, góður skrif-
31