Strandapósturinn - 01.06.1969, Qupperneq 36
skörungi, Ingibjörgu Jónasdóttur Guðmundssonar prests á Staðar-
hrauni. Þau áttu mörg böm, meðal þeirra tvo landskunna lækna,
Jónas og Kristján augnlækni. Síra Sveinn var hinn mesti öðl-
ingur, bráðvel gefinn, vandvirkur og skýr kennari og tók stundum
pilta til náms, kennimaður góður, lét sér mjög annt um fræðslu
barna og rækti embætti sitt á allan hátt eins og bezt verður á kosið.
Bæði sakir þessa og eins hins, að heimih hans var orðlagt fyrir
gestrisni og hjálpsemi, voru þau hjón ástsæl mjög og virt af sókn-
arbömum sínum.
Til hinna síðustu presta í Ámesi þekki ég minna. Síra Þor-
steinn Björnsson, nú fríkirkjuprestur í Reykjavík, var prestur í Ár-
nesi frá 1937—1943. Því næst þjónaði síra Ingólfur Ástmarsson á
Stað í Steingrímsfirði kallinu um eins árs skeið. Þá var síra Yngvi
Árnason, nú á Prestbakka í Hrútafirði, prestur í Ámesi frá 1944
—1948. Þá þjónaði kallinu síra Andrés Olafsson á Hólmavík árin
1948—1953. Síðasti prestur í Ámesi, sem veitingu hefur fengið,
er síra Björn Jónsson, nú prestur á Húsavík. Hann var í Ámesi
1953—1956. Á tíð hans var stórt og myndarlegt prestssetur reist
í Ámesi. Skömmu áður en síra Bjöm kom, var hálf jörðin tekin
undan prestssetrinu og leigð ábúanda. Síðan síra Bjöm fór, hefur
síra Andrés Ólafsson á Hólmavík þjónað Ámesi, nema árið 1961
—62, að síra Magnús Runólfsson var settur þar prestur. Var hann
enn á ný settur prestur þar frá 1. júlí 1966.
Af þessu stutta yfirliti um prestssetrið á Árnesi sést m. a. eftir-
farandi:
Ámes er hæg og góð hlunnindajörð í miðri sveit. Hefur verið
þar frá fornu fari samkomustaður sveitarmanna og þeir safnazt
þar saman til allra mannfunda. Hefur þetta stuðlað að því, að
presturinn hefur ekki einangrazt frá sóknarbörnum sínum.
I sókninni er aðeins ein kirkja, á prestsetrinu. Húsvitjanir og
ferðalög í embættiserindum vora hins vegar erfið sakir vegalengda
og margvíslegra farartálma.
Prestar í Ámesi hafa verið sæmilega og sumir vel efnum búnir.
Hafa flestir þeirra unað sér þar vel og setið þar lengi, margir
til æviloka. Sakir góðs efnahags hafa þeir htt þurft að sinna ó-
breyttri erfiðisvinnu, a. m. k. ekki eftir að kom fram á 19. öld, en
34