Strandapósturinn - 01.06.1969, Síða 37
þess er getið um nokkra, að þeir voru hagir og smiðir góðir. Eng-
ar heimildir hef ég fundið um, að þeir hafi verið formenn, eins
og dæmi voru til um presta á Vestfjörðum, sem sátu á lélegum
jörðum.
Ekki er mér kunnugt um, að prestar hafi orðið fyrir slysum
á sjó eða landi í embættisferðum. Bendir þetta til þess, að Víkur-
sveitungar hafi látið sér annt um prest sinn og ekki látið hann
fara án traustrar fylgdar um hættulegar leiðir og valið sér og
honum ferðaveður á sjó og landi af forsjá.
Sambúð prests og sóknarbarna i Víkursveit hefur yfirleitt verið
mjög til fyrirmyndar og hefur í þessu efni átt sér stað gagnkvæm
aðlögun. Aldrei hafa verið í Amesi neinir vandræða- eða hneykslis-
prestar. Þótt sumum þeirra kunni að hafa þótt gott í staupinu
framan af ævi, eru engar heimildir né sagnir um ofdrykkjupresta,
ekki heldur um presta, sem voru barsmíðamenn eða sýndu sóknar-
börnunt sínum ofríki og yfirgang á annan hátt né lentu í illvíg-
um deilum við þau. Engir furðufuglar né skoplegir sérvitringar
fyrirfinnast meðal þeirra, og mun þeirra að engu getið í Presta-
sögum Oscars Clausens. Hins vegar hafa þeir ekki verið neinir
afburðamenn né höfuðskömngar.
Af framansögðu er ljóst, að Ames hefur á hðnum öldum verið
helzta menningarsetur þessarar afskekktu sveitar. Prestar þar hafa
yfirleitt verið vel virtir og siðferðisprúðir. Sumir hafa búið við
mikla rausn að háttum fomra höfðingja. En sakir þeirrar ger-
byltingar, sem orðið hefur í íslenzku þjóðlífi síðustu áratugina, er
sýnt, að ljómi Ámess fölnar, ef prestur situr þar ekki að staðaldri.
En hér er við ramman reip að draga:
Nú er öld snúin
á aðra leið búin
því yfir má klaga,
eins og Hallgrímur kveður í Aldarhætti sínum.
35