Strandapósturinn - 01.06.1969, Blaðsíða 38
Jóhannes Jónsson frá Asparvík:
Borðeyrarverzlun
Ef skrifa ætti ýtarlega og fræðilega sögu Borðeyrarverzlun-
ar, þá myndi það verða allstór bók, þar sem margskonar verzl-
unarhættir kæmu við sögu, allt frá launverzlun erlendra dugg-
ara til nýtízku kjörbúðar.
Þættir úr sögu Borðeyrarverzlunar eru víða skráðir, og að
fella þá saman í heilsteypt ritverk yrði skemmtilegt starf fyrir
fræðimann, er teldi sig hafa þær skyldur að rækja við sitt heima-
hérað að framkalla þessa litmynd liðins tíma.
Það, sem hér verður sagt um Borðeyrarverzlun, er skráð eftir
ýmsum heimildum og verður aðeins örlítil og ófullkomin svip-
mynd, gripið niður hér og þar, líkt og maður sem tínir eitt
og eitt ber á leið sinni yfir lyngi vaxna heiði.
Við skulum nú, kæri lesandi, bregða okkur aftur í aldir og
athuga verzlunarhætti á Ströndum áður en stöðug verzlun hefst
á Borðeyri.
Við skulum einnig athuga hvernig verzlunin hverfur úr hönd-
um íslendinga sjálfra, á 12. og 13. öld, er þeir áttu eigi lengur
nein haffær skip, en erlend einokun tekur hana að öllu leyti
í sínar hendur, um aldamótin 1600 sem alkunnugt er.
Fram til þess að íslendingar gengu Noregskonungi á hönd,
var frjáls verzlun á Islandi, og önnuðust Islendingar sjálfir
aðflutninga að mestu leyti. Samkvæmt Gamla sáttmála skuld-
batt Noregskonungur sig til að sjá Islendingum fyrir nægum
aðflutningum. En mjög fljótlega sveik konungur þessar skuld-
36