Strandapósturinn - 01.06.1969, Blaðsíða 40
Húsavík var kölluð brennisteinshöfn, en Reykjarfjörður lýsishöfn,
því hákarlslýsi var um eitt skeið aðalvamingur Strandamanna.
Arið 1564 fóru Danir að sækja fastar eftir verzlun á íslandi
og á nzestu árum fengu danskir kaupmenn leyfisbréf fyrir mörg-
um höfnum hérlendis.
íslendingar fóru líka að bera sig eftir björginni, árið 1579
fékk Eggert Hannesson, lögmaður, verzlunarleyfi í Skutulsfirði
og Dýrafirði, en fór alfarinn af landi brott til Hamborgar árið
eftir.
Árið 1580 fékk Guðbrandur biskup á Hólum verzlunarleyfi
fyrir sig og Skagfirðinga í Hofsós og keypti í því skyni 60 lesta
skip af Hamborgurum, en það fórst nokkm síðar á útsiglingu og
var þá fyrirtækinu lokið.
Árið 1589 fékk Staðarhóls-Páll verzlunarleyfi á Flateyjarhöfn
til fjögra ára, en hætti von bráðar. Áfergjan í hafnir á íslandi
var nú svo mikil að vart var til smuga er eigi var siglt á. Sem
dæmi má nefna, að þá var siglt á eftirtalda staði, auk hinna
venjulegu hafna: Þórshöfn á Miðnesi, Vatnsleysuvík, Straums-
vík í Hraunum, Hvalfjörð, Hjallasand, Nesvog á Snæfellsnesi,
Kollabúðir við Þorskafjörð, Borðeyri í Hrútafirði, Kolbeinsárós
í Skagafirði, Þórshöfn á Langanesi og Hornafjörð.
Árið 1602 hefst einokunarverzlun Dana á íslandi og stóð til
1787.
Árið 1603 er frá því sagt að þýzkur maður Jóhann Holtgreven,
kaupmaður í Spákonufellshöfða, hafi ekki komizt til hafnar
sinnar við Húnaflóa sökum íss.
Árið 1613 gerðu nokkrir valdsmenn á íslandi harða hríð
að kaupmönnum fyrir svikin og falsaðan vaming og hverskonar
óráðvendni. Má þar nefna Ara sýslumann í Ögri, bróður hans
Bjöm sýslumann í Bæ á Rauðasandi og Gísla lögmann Hákon-
arson. Meðal annars vildu þeir láta taka upp aftur sighng
á Hrútafjörð og Húsavík. 28. apríl 1614 lét konungur taka upp
verzlun í Húsavík, en þar hafði ekki verið verzlað í 30 ár, en ekki
var þá tekin upp sigling á Hrútafjörð.
Eftir verðlagsskrá árið 1619 kostaði mjöltunnan 2 rd 28 skild-
inga í hundraðskaupi, en í einkaupi 3 rd 64 sk í fiskareikningi,
38