Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1969, Síða 42

Strandapósturinn - 01.06.1969, Síða 42
vamingi, þegar skip þeirra kom á höfnina. Þessi Pétur Jónsson var sonur séra Jóns Loftssonar í Belgsdal, föðurbróður Jóns biskups Arnasonar. A Reykjarfirði þótti allgóð höfn að sumarlagi, ef eigi tálmuðu hafísar, en þó voru einokunarkaupmenn mjög tregir til að sigla þangað og skutu sér undan því oft og einatt. Þannig kom engin sigling á Reykjarfjörð á árunum 1713, 1719, 1728, 1731, 1743, 1746, 1748 og 1749, og horfði því oft og einatt til stór- vandræða í Strandasýslu, því alhr sýslubúar (yfir 1000 manns) áttu verzlunarsókn þangað og veitti mjög örðugt að leita annara hafna. Þetta siglingaleysi stafaði mest af því, að báðar hafnimar við Húnaflóa (Skagaströnd og Reykjarfjörður) vom jafnan leigð- ar saman, og Reykjarfjörður skoðaður sem einskonar úthöfn frá Skagaströnd, er jafnan var látin mæta afgangi ef skipin urðu naumt fyrir, sem oft bar við. Var eitt skip látið sigla á báðar hafnimar og einum kaupmanni falið að gegna verzlun á þeim báðum, svo Reykjarfjörður varð jafnan útundan, ef Höfðaskip kom í seinna lagi og raunar hvort sem var, ef hákarlsafli var lítill á Ströndum, því Kaupmaður þóttist fá nóg af landbúnaðarvörum og prjónlesi á Skagaströnd, þótt hann færi eigi að eltast við Strandamenn. Um hitt var ekki fengizt, þótt bændur í Stranda- sýslu mændu vonaraugum efir aðflutningum og sætu uppi með afurðir sínar án þess að geta komið þeim af sér. Enda þótt skip- ið væri látið koma við á Reykjarfirði, þá átti það að öllum jafnaði svo skamma dvöl, að fæstir sýslubúa höfðu not af því, kaupmenn biðu aðeins skamma hríð eftir fiski og hákarlslýsi og ráku verzlun við þá, sem næstir bjuggu (í Árnes- og Kaldrananessóknum), en héldu svo aftur til Skagastrandar án þess að bíða eftir slátri og prjónlesi. Gengu sífelldar klaganir um þetta af hálfu Stranda- manna, sem eigi var furða. Ormur sýslumaður Daðason segir í bréfum sínum til stiftamtmanns 1720—1722, að enginn maður úr syðstu þinghánum í sýslunni (Broddanes- og Bæjarsóknum) hafi nokkm sinni séð framan í kaupmanninn á Reykjarfirði. Jafn- vel úr sjálfum Steingrímsfirðinum áttu menn eigi meir en svo auð- velt með að ná til Reykjarfjarðar í tæka tíð, því þangað var að sækja yfir þriggja mílna langan fjallveg (Trékyllisheiði), og 40
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.