Strandapósturinn - 01.06.1969, Síða 44
Við Húnaflóa voru duggarar mest á eftirtöldum stöðum: Vest-
ur-Skaga, Blönduósi, Miðfirði, Hrútafirði, Bitrufirði, Steingríms-
firði, Reykjarfirði, Trékyllisvík og Drangavík.
Arið 1733 hefst ný félagsverzlun á Islandi, Félag lausakaup-
manna. Það ár er sýslumönnum falið að rannsaka vörubirgðir
kaupmanna og færa niður verð á þeim vörum, er eigi væru full-
gildar og bárust kærur úr flestum sýslum landsins. Kaupmenn
brugðust illa við þessum ákærum, en danska stjómin lét sér hægt
um þetta, en veitti þó sýslumanninum í Strandasýslu, Einari
Magnússyni, alvarlega ráðningu fyrir ósvífni hans og hrotta-
skap við kaupmanninn á Reykjarfirði.
Á Reykjarfirði höfðu áður fyrri verið greiddar 6 vættir í búða-
toll, en þegar félag lausaka.upmanna tók við verzluninni, færðu
þeir hann niður í 1 T/> vætt, eða 6 fiska og greiddu hann eigi
nema siglt væri á Reykjarfjörð.
Árið 1752—53 er kúrantmynt (smámynt) gerð gjaldgeng á
íslandi, gildir kúrant-dalur 96 skildinga, krónu-dalur 102 skild-
inga og spesíudalur 108 skildinga kúrant. Gengismunur þessi var
mönnum þyrnir í augum og lítt skiljanlegur og höfðu þeir
litlar mætur á kúrantmyntinni.
Árið 1757 skrifaði sænski baróninn Friðrik Vilhelm Hastfer,
ritling um ísland og atvinnuvegi þess. Hann taldi verzlunar-
fyrirkomulagið versta átumein þjóðfélagsins og ætlar að engin
von sé um afturbata á meðan það helzt. Hann sagði meðal
annars: Hér kenna menn afturförina leti íslendinga guð hjálpi
mér, það er ranglát ákæra. Hvað stoðar vinna og iðni þann, sem
er með rígbundnar hendur?
Frá árinu 1757 til 1763 var íslandverzlunin rekin á reikn-
ing konungs. Þegar konungur tók við verzluninni, var sú skipun
á gerð, að bændur úr Trékyllisvík, Kaldrananes- og Staðar-
hreppum skyldi sækja til ísafjarðar, en úr Tungusveit, Bitru og
Hrútafirði til Stykkishólms, og var það eigi annað en menn áttu
að venjast. Nokkru seinna var þó, að tilhlutan yfirvaldanna og
stjórnarinnar farið að bæta Strandamönnum flutningsörðugleik-
ana með því að greiða þeim 10% uppbót á lýsi og 2% á ullar-
vaming, þegar eigi var siglt á Reykjarfjörð. Inn á Borðeyri
42