Strandapósturinn - 01.06.1969, Page 45
höfðu engin verzlunarskip þorað langa lengi vegna íshættunnar,
þó að verzlun hefði tíðkazt þar á fyrri öldum. Hinn 3. apríl
1661 var gefið út vegabréf til siglinga á Skagaströnd, Reykjar-
fjörð og Hrútafjörð og sömuleiðis er Hrútafjörður talinn með höfn-
um þeim, er aðalútgerðarmönnum var ætlað að sigla á 1662,
en annað mál er það, hvort skipin hafi í raun og veru komið
þangað.
Árið 1740 lagði Einar sýslumaður Magnússon það til, að lagðar
væru niður siglingar á Skagaströnd og Reykjarfjörð, en settur
aftur kaupstaður á Borðeyri og öllum Húnvetningum og Stranda-
mönnum gert að skyldu að sækja þangað, en það fékk enga
áheym.
Árið 1777 tók gildi nýr verzlunartaxti, er hækkaði verðlag ís-
lendingum í vil, kaupmenn skyldu hafa vetursetu, hver á sínum
verzlunarstað, teknar upp skálavogir í stað pundara. Verðlag
allt skyldi miðast við kúrantmynt, og töku sláturfjár seinkað.
Friðrik Hillebrandt hét kaupmaður í Kaupmannahöfn. Hann
var auðugur maður og hafði mikið umleikis. Hér á landi byrjaði
hann fyrst verzlun á Hólanesi á Skagaströnd árið 1835, í félagi
við Ferdinand Bergmann, danskan mann. Færði hann brátt út
kvíarnar og hafði einnig verzlun á Borðeyri og ef til vill víðar,
það er sagt að hann hefði fimm skip í fömm er verzlun hans var
umfangsmest. Hann átti skipið Valborgu, sem fórst í hinum fræga
Valborgarbyl 12. október, 1869, við Vitanesvík á Vatnsnesi, milli
Hindisvíkur og Krossaness.
Með konungstilskipaninni 11. sept. 1816, fór að rofa til í
verzlunarmálum Islendinga. Hið nýfengna verzlunarfrelsi bætti
hag landsmanna og um leið var eins og þeim yxi ásmegin til
sjálfsbjargar. Eigi leið á löngu þar til ýmsir ágætir menn fóm
að ræða möguleika á að íslendingar tækju sjálfir verzlunina í
eigin hendur, og nú varð skammt stórra atburða í milli í verzlun-
armálunum.
Árið 1915 birtist í tímaritinu “Vanadís,, fyrsta hefti, grein
eftir Jónadab Guðmundsson á Núpi, er bar yfirskriftina. „Fyrsta
Borðeyrarverzlun.“ Þar sem frásögn Jónadabs er mjög fróðleg
43