Strandapósturinn - 01.06.1969, Side 52
1870 gekk í a.ð safna hlutabréfum, hvert hlutabréf var á 25
ríkisdali.
Mjög mikil þátttaka varð strax í félagsstofnun þessari, þó hlutir
væru háir, en 25 ríkisdalir á þeim tíma var meiri fjárhæð en svo
að fátækir bændur gætu eignast hluti svo nokkru næmi. En árið
1875, þegar félaginu er skipt, nær það yfir sex sýslur.
Þann 14. júní var Páll J. Vídalín kosinn forseti félagsins á
almennum félagsfundi. Kaupstjóri var ráðinn Pétur Eggerz og
má telja hann fyrsta íslenska verzlunarstjórann á Borðeyri. Pét-
ur Eggerz var fæddur 11. apríl 1832, dáinn 5. apríl 1892. For-
eldrar hans voru Friðiik Eggerz prestur í Skarðsþingum og kona
hans, Arndís Pétursdóttir, prófasts í Stafhölti Péturssonar. Pétur
Eggerz lærði verzlunarfræði í Englandi. Hann fluttist til Borðeyr-
ar 1857 og átti fyrst heima á Borðeyrarbæ. Pétur var áhugasam-
ur framkvæmdamaður, vel gefinn og vinsæll, hann var fatlaður,
missti á bezta aldri annan fótinn vegna meinsemdar.
Pétur Eggerz byggði verzlunarhús á Borðeyri 1860—61 (fyrsta
verzlunarhús á Borðeyri) og rak þar verzlun, þar til hann gerðist
kaupstjóri fyrir Félagsverzluninni við Húnaflóa.
Um mánaðarmótin júní—júlí 1871, kom Pétur Eggerz á 60
lesta skipi hlöðnu af vörum til Borðeyrar, og voru vörumar
fengnar að láni hjá hinu íslenzka verzlunarsamlagi í Björgvin.
Vörumar vora verðlagðar af félagsstjóminni og sex þar til kjöm-
um mönnum. Nokkuð af vörunum var sent eftir pöntun á Sigr-
íðarstaðaós og afhentar þai' þeim, er pantað höfðu. Vöramar
þóttu afbragðsgóðar, einnig kom hann með mörg búnaðaráhöld
utan og innanhúss.
Þess má geta, að kaupmennimir Höpfner og Gudmann á
Skagaströnd og Hillebrandt á Hólanesi kröfðust málshöfðunar
á hendur félaginu og töldu þetta óleyfilega verzlun.
Hér era skráð nöfn þeirra manna, í Strandasýslu, sem vitað
er með vissu, að voru hluthafar í Félagsverzluninni við Húnaflóa.
Ásmundur (Þórðarson?), Snartartungu.
Benedikt Jónsson, Kirkjubóli.
Bjami Magnússon, Bakkaseli.
50