Strandapósturinn - 01.06.1969, Blaðsíða 54
dún og ull. . . það er haft fyrir satt, að eingöngu frá Borðeyri
og Grafarós hafi verið útskipað nálega 400 ullarsekkjum með
þessari ferð.“
Þann 9. október 1873 kom 46 lesta skip til Borðeyrar. Skipið
var frá Bergen og var Pétur Eggerz sjálfur með. Færði það hlað-
fermi af vörum, og mun hafa átt að fylla það aftur með sauða-
kjöti og annari sláturvöru. Þá kom annað skip til Grafaróss sama
dag, 9. október.
í blaðinu Norðanfara nr. 43—44 árið 1874, er birt bréf úr
Húnavatnssýslu dags. 14. júlí 1874. 1 bréfinu segir meðal ann-
ars . . . „22.—23. fyrra mánaðar var verslunarfélagsfundur hald-
inn á Borðeyri, af Skagfirðingum, Húnvetningum, Mýramönnum,
Strandamönnum og Borgfirðingum. Var rætt um lög félagsins
og gjörðar á þeim miklar breytingar. .. Ekkert gátu menn vitað
um fjárhag félagsins, né rætt um prísa, þar kaupstjóri kom ekki
fyrri en nokkmm dögum síðar, og hafði hann engar greinilegar
skýrslur sent, en mikið fé haiði verið lagt í félagið næstliðið ár.
Um næstliðin ár var hlutatalan orðin 1187, og þar að auki hafði
safnast talsvert fé til skipakaupa í sérstöku félagi, auk skipsins
„Elfridar,“ sem beinlínis er eign verzlunarfélagsins. Innfluttar
vömr til verzlunarfélagsins vom næstliðið ár hartnær 100,000 rík-
isdalir.
26. september 1874 kom Pétur Eggerz til Borðeyrar á 50 lesta
skipi, að nafni „Cort Adeler,“ eftir 9 daga ferð frá Bergen, með
mikið af nauðsynjavörum til félagsverzlunarinnar. Annað skip
félagsins „Elfrida“, var þá á leið til Grafaróss.
Það er eftirtektarvert, að Pétur Eggerz fer alltaf sjálfur utan
til vömkaupa, en varla hefur það verið fýsilegt að ferðast með
smáskipum landa milli, þess utan vom slíkar ferðir mjög hættu-
legar og óvíst um afturkomu. Það er því augljóst mál, að Pétur
Eggerz hefur verið afburðamaður, ósérhlífinn og áhugasamur.
Einnig er það mjög athyglisvert, að félagið á orðið sitt eigið skip
eftir aðeins þriggja ára starfsemi.
Árið 1872 er prentað á vegum félagsverzlunarinnar bréf, er
bar yfirskriftina: Sendibréf til Húnvetninga og Skagfirðinga og
annara sem unna verzlunarfrelsi. Um Félagsverslunina við Húna-
52