Strandapósturinn - 01.06.1969, Side 58
Af framansögðu sést, að félagsverzlunin virðist eigi hafa hætt
vegna áhugaleysis viðskiptamanna á félagssvæðinu.
Arið 1878 byggir Valdemar Bryde verzlunarhús á Borðeyri
að grunnfleti 18x15 álnir, og þótti mikil bygging á þeirra tíma
mælikvarða. Var það ein hæð undir þakskegg, en ris svo hátt,
að tvö loft voru yfir stofuhæð.
Þá voru fjögur kaupskip á Borðeyrarhöfn samtímis, og þóttu
það mikil tíðindi, þrjú til Brydesverzlunar og eitt til Clausens-
verzlunar. Bryde þurfti að fá meiri vörur en venjulega, því
nú var hann að hefja fasta verzlun í landi.
Verzlunarsvæði Borðeyrar var stórt á þessum árum. Þangað
sóttu bændur úr sunnanverðri Strandasýslu, úr Dalasýslu, allt
vestur í Saurbæ, úr Norðurárdal í Borgarfirði og Þverárhlíð,
og úr allri vestanverðri Húnavatnssýslu, allt til Vatnsdals.
Utflutningur á ull frá Borðeyrarverzlununum tveimur, var á
næstu árum talinn mestur allt að 1200 ballar. Eftir því ætti
sauðfjáreign viðskiptamanna Borðeyrarverzlananna að hafa verið
um 90 þúsund.
Haustið 1878 komu skip enska fjárkaupmannsins Slimons til
Borðeyrar og tóku fé svo þúsundum skipti og komu sumir fjár-
hópamir er í skipin fóru, úr fjarlægum sveitum. Það mun
hafa verið um 1880 sem menn fóru að panta ýmsar nauð-
synjavörur hjá Coghill, erindreka Slimons. Voru það helzt hveiti,
kol og steinolía, einnig ýmsar fleiri vörur. Voru mynduð pöntun-
arfélög innan hreppanna vegna þessara viðskipta og fengu menn
vörumar til Borðeyrar, gegn greiðslu í hrossum og fé. Verð á
þessum vörum var miklu lægra en þá tíðkaðist hjá kaupmönnum.
Thor Jensen fer í minningum sínum lofsamlegum orðum um
sveitafólkið, er sótti verzlun sína til Borðeyrar. Hann segir meðal
annars:
„Það kom greinilega í ljós, hve lítið menn tóku út af óþarfa
varningi, hve þjóðin var sparsöm og hve mikla áherzlu allur
almenningur lagði á það, að komast af upp á eigin spítur.“
Haustið 1881 vildi það óhapp til við Brydesverzlun, að
skonnortan „Júnó“ er Valdemar Bryde hafði í förum milli Hafnar
og Borðeyrar, lenti í hrakningum og komst aldrei alla leið.
56