Strandapósturinn - 01.06.1969, Side 60
stjórar voru á Borðeyri til þess að taka á móti vörunum og skipta
j^eim milli þurfandi fólks, samkvæmt fyrirmælum sýslumanna.
VERZLUNARFÉLAG DALASÝSLU.
Verzlunarfélag Dalasýslu var stofnað á fundi í Hjarðarholti
í Dölum 23. júlí 1886. A stofnfundinum mættu menn úr Dala-
sýslu, Snæfellsnessýslu og Strandasýslu. Félagsdeild var þó ekki
stofnuð í Strandasýslu fyrr en 1889. Formaður félagsins var
kosinn Torfi Bjamason, búnaðarskólastjóri í Olafsdal. 13. janúar
1891 var samþykkt að félagið skyldi ná yfir vesturhluta Húna-
vatnssýslu.
Haustið 1892 fór Torfi til Englands með fjártökuskipinu
Stamford frá Borðeyri. Þar kynnti hann sér starfsemi enskra kaup-
félaga.
Árið 1893 ritar Torfi grein um pöntunarfélög og kaupfélög
í Andvara, tímarit hins íslenzka Þjóðvinafélags. I greininni kemst
Torfi að þeirri niðurstöðu, að kaupfélögin hafi mikla yfirburði
yfir pöntunarfélögin. Munurinn liggur aðallega í því, að kaup-
félögin safna fé í sjóði, sem þau nota sem veltufé, en hjá pönt-
unarfélögunum myndast engar eignir og þau þurfa að byggja
allan reksturinn á lánsfé.
I áðurnefndri Andvaragrein Torfa er meðal annars:
Fmmvarp til laga fyrir kaupfélag Dala- og Strandamanna.
1. grein. Félagið heitir „Kaupfélag Dala-og Strandamanna.
2. grein. Félagið nær yfir Dalasýslu alla, Strandasýslu alla,
og nærliggjandi hreppa af Barðastrandar-, Snæfellsness- og
Húnavatnssýslum.
í 5. grein þessa lagafrumvarps segir svo: „Til þess að fá
inngöngu í félagið og hafa félagarétt, útheimtist: 1. Að eiga
heima á félagssvæðinu. 2. Að samþykkja lög félagsins með því
að rita nafn sitt undir þau, og láta innfæra nafn sitt í bækur
félagsins. 3. Að borga strax inngöngueyri, 1 krónu. 4. Að verzla
við félagið skuldlaust í minnsta lagi fyrir 50 krónur á ári. 5. Að
58