Strandapósturinn - 01.06.1969, Síða 61
kaupa að minnsta kosti eitt af stofnbréfum félagsins, er hljóða
upp á 20 krónur. — Af verði hvers stofnbréfs skal strax borga
5 krónur, áður en ár er liðið skal borga 7 kr, 50 aura, og af-
anginn (7 kr, 50 au,) áður en tvö ár eru liðin frá því gengið er
í félagið.
Lagafrumvarp þetta var í 87 greinum og hið merkilegasta,
og hlýtur því að hafa vakið athygli er það kom fram. Á aðal-
fundi Verzlunarfélags Dalasýslu, 27. janúar 1893 var frum-
varpið lesið upp og kosin 5 manna nefnd til að íhuga frum-
varpið, nefndin var boðuð til fundar 3. maí sama ár, en þá
mættu ekki nema þrír nefndarmanna, og þóttust of fáir til
að ræða málið endanlega, en töldu sjálfsagt að láta prenta frum-
varpið í sambandi við áðumefnda Andvaragrein.
Á aðalfundi 23. janúar 1899 komu úrsagnir úr félaginu,
frá Strandamönnum og Húnvetningum.
Árið 1887 í október, strandar Borðeyrarskip við Melrakasléttu,
var á leið til Borðeyrar með vörar. Það sumar lá ís á Húnaflóa
til 16. september.
Árið 1893 í september laskaðist verzlunarskipið Ida á Borð-
eyri og var selt á uppboði 2. október sama ár.
Árið 1891 munu Brydesverzlun og Clausensverzlun hafa hætt
verzlunarrekstri á Borðeyri, en Richard Peter Riis keypti Claus-
ensverzlun og hélt verzluninni áfram, þar til hann dó árið 1920.
Hann átti heima á Borðeyri fyrstu árin, síðan í Kaupmanna-
höfn, en var þó á Borðeyri á sumrurh og á haustin. Hann var
áreiðanlegur og vinsæll og lét sér annt um vöruvöndun. Að hon-
um látnum keypti Thor Jensen ásamt fleirum verzlun hans á
Borðeyri og rak hana til ársina 1930.
Kaupfélag Húnvetninga á Blönduósi var stofnað 16. des. 1895.
í bréfi til fundarboðenda, dags. 7. des. 1895 segir Jón Skúla-
son á Söndum, m.a.: „Eftir því sem ég hefi heyrt sagt af allmörg-
um hér í kring um mig, munu þeir álíta hentugast verzlunarsvæði
vera Stranda- og Húnavatnssýslu í samlögum.“ Og ennfremur:
„Aðalstöðin væri þá á Borðeyri, og þaðan væri fé og máske
hross flutt, en vörur flyttust á Skeljavík, Borðeyri, Hvammstanga
og Blönduós.“
59