Strandapósturinn - 01.06.1969, Side 62
Og í bréfi frá Sigurði Jónssyni á Lækjamóti dags. 10. des.
1895. segir m.a.: Ég vil að Strandamenn séu með okkur í
félagi. Það hygg ég að geti gert sig, áður en mörg ár líða, ef við
sækjum á það. Með því væri öll sýslan og Strandamenn eitt
félag.“
Úr þessu varð þó ekki, því um svipað leyti voru stofnuð verzl-
unarfélög í Strandasýslu, á Borðeyri og Hólmavík og pöntunar-
félag á Norðurfirði.
Árið 1900, aldamóta-árið, eru innfluttar vörur til Borðeyrar
fyrir 142259,00 kr, sama ár eru útfluttar vörur frá Borðeyri
fyrir 101100,00. kr þessar upphæðir eru miðaðar við útsölu-
verð innfluttrar vöru og innkaupsverð útfluttrar vöru hér.
Ég hefi rakið hér lauslega nokkra þætti úr sögu Borðeyrar-
verzlunar, og þar sem Borðeyrarhöfn kemur við sögu sem inn-
og útflutningshöfn.
Um leið hefi ég rakið ýms atriði úr verzlunarsögu Stranda-
manna.
Þegar ég hóf að rita þennan þátt, þá átti hann ekki að verða
eins langur og raun er á orðin, en við athugun á efni í þáttinn,
barst svo rnikið á fjörur hjá mér, að erfitt var að velja og hafna,
og legg ég það undir dóm lesenda Strandapóstsins hvort þeim
finnst efnisval og úrvinnsla þess einhvers virði og ef svo væri, þá
væri mér að fullu launuð fyrirhöfn við samantekt þáttarins.
Ég vil svo endurtaka það, sem sagt var í upphafi þáttarins,
að saga Borðeyrar er svo umfangsmikil, að ef skrifa ætti hana
á fræðilegan hátt þá yrði hún efni í allstóra bók.
Eins og þátturinn ber með sér nær hann ekki nema fram til
ársins 1900. Ég vona að einhver góður Hrútfirðingur skrifi sögu
Borðeyrarverzlunar frá árinu 1900 og sendi Strandapóstinum til
birtingar í næsta árgangi.
Heimildarrit: Einokunarverzlun Dana á Islandi, eftir Jón
Aðils. Viðskiptasamvinna Vestur-Húnvetninga. eftir Skúla Guð-
mundsson. Minningar Thor Jensen. Strandamenn. eftir séra Jón
Guðnason. Almanök hins íslenzka Þjóðvinafélags. Aldimar, eftir
Gils Guðmundsson og Jón Helgason. Andvari. Norðanfari. Sendi-
bréf, eftir Húnröð Mársson. íslenzkir annálar. Hluthafaskrá Fé-
60