Strandapósturinn - 01.06.1969, Qupperneq 80
yfir Steingrímsfjörð. Var sá farkostur ætíð fenginn að láni
hjá Sandnesbóndanum, all oft einnig leiðbeiningar og aðstoð ef
fáir eða ókunnugir voru á ferð. Má því vel segja, að þama
hafi verið ferjustaður um fjörð þveran a.m.k. hálfa öld —- þótt
aldrei lögferja væri, þá notuð sem slík.
Stundum fóru menn margir saman að vetrarlagi og var þá
algengast að leita náttstaðar á Sandnesi. Bar þar tvennt til.
Annað það, að oft var erfitt að fá gistirúm í kaupstaðnum og
þó ekki síður hitt, að á Sandnesheimilinu þótti öllum gott að hafa
viðdvöl, skipti þar ekki máli hvort á ferð vom rosknir menn,
sem ræða vildu landsins gagn og nauðsynjar eða unglingar, sem
tæpast vora vaxnir upp úr fermingarfötunum. Húsbóndinn gat
skipt skoðunum á það breiðum grandvelli að allir gátu átt þar
hlut að. Það virtist samhuga vilji heimilismanna, húsbænda og
annarra, að gera gestunum stundina góða.
Þótt Sigvaldi á Sandnesi væri flestum þeim kostum búinn,
sem einkenna framfarasinnaðan bónda og glaðan gestgjafa,
mun hann þó minnisstæðastur hafa orðið sínum samferðamönn-
um og öðrum er til hans þekktu, fyrir margháttuð félagsmálastörf
og fróðleik. Ekki hafði hann þó annarrar skólagöngu notið en
þeirrar, sem honum tókst að afla sér á leiðinni gegnum lífið jafn-
hhða fjölþættum störfum og búsumsýslu. Hann las mikið, kunni
að velja sér lesefni og njóta vináttu góðra bóka. Hann fylgdist
vel með gangi opinberra þjóðmála, ræddi þau af viti og víðsýni
og hafði ákveðnar skoðanir án fordóma og yfirborðsháttar.
Heima í sveit sinni valdist Sigvaldi til þátttöku i flestum
þeim trúnaðarstörfum, sem lítið byggðarlag hafði upp á að bjóða.
Fjölda ára sat hann í sveitarstjóm, var sýslunefndarmaður, for-
maður fóðurbirgðafélags og fulltrúi og stjómarnefndarmaður
hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík. Þó er eitt enn
ótalið, sem bera mun lengi gleggst merki starfs Sigvalda Guð-
mundssonar, það er Lestrarfélag Selstrandar, því stjómaði hann í
áratugi og er sennilega vandfundið bókasafn í fámennri sveit,
sem á þeim tíma átti betur valinn bókakost. Sé þeirri stefnu fram
haldið í dag, sem Sigvaldi markaði með starfi sínu, þá mega
Selstrendingar vel una sínum hlut í því efni.
78