Strandapósturinn - 01.06.1969, Síða 85
bátur settur á flot og róið til Hólmavíkur að sækja lækni,
sem þá var Kristmundur Guðjónsson, er gegndi læknisstörfum
fyrir Magnús Pétursson héraðslækni, síðar Borgarlæknir í Reykja-
vík.
Þegar til Hólmavíkur kom, var læknirinn ekki heima, var
úti í Tungusveit í lækniserindum. Það var því ekki fyrr en
um kl. 12 að kvöldi, sem hann kom að Bæ, þá var hann þreytt-
ur og illa fyrir kallaður. Það fyrsta sem hann sagði er hann
sá mig, var: „Hér er barn að ala barn”.
Er hann hafði framkvæmt athugun á mér, lét hann sjóða
fæðingartengur og gerði tilraun með að taka barnið en það reynd-
ist óframkvæmanlegt, því hér var um of þrönga grind að ræða.
Þegar ég vaknaði eftir þessa árangurslausu tilraun, varð mér
litið á fólkið er var inni hjá mér og sá að allir voru fölir og mjög
áhyggjufullir. Þegar ljósmóðirin var orðin ein hjá mér, spurði
ég hana hvort þetta væri búið. Hún kvað nei við því, en sagði
að það yrði reynt seinna.
Sjálfsagt hef ég verið orðin mjög þreytt og sljó, því ég fann
ekki til hræðslu í sambandi við þetta, en sagði við ljósmóðurina.
„Ég á ekki að deyja núna”. Þar sem læknir gat ekki aðhafst
meira að sinni var farið með hann aftur til Elólmavíkur, þar var
símstöð og þar var eini vélbáturinn við Steingrímsfjörð, í eign
þáverandi símstöðvarstjóra, Hjalta Steingrímssonar. Kristmund-
ur læknir hafði því símasamband við Ólaf Gunnlaugsson lækni
á Hvammstanga og bað hann koma sér til aðstoðar og sagði
Ólafur það sjálfsagt.
Samtímis var Hjalti Steingrímsson beðinn að fara til Hvamms-
tanga að sækja Ólaf lækni, brást Hjalti fljótt og vel við þeirri
beiðni og hraðaði ferð sinni eins og frekast mátti.
Ólafur læknir beið ferðbúinn við sjó er Hjalti kom svo þar
varð engin töf á. Klukkan sex um kvöldið voru þeir komnir
að Bæ.
Ég var stöðugt deyfð er hríðir stóðu yfir meðan þessi langa ferð
var farin og vissi ég lítið um mig þann tíma. Þegar sást til
ferða bátsins var deyfingunni hætt og var það kvalafullur tími
þar til ég var svæfð undir aðgerðina.
83