Strandapósturinn - 01.06.1969, Page 91
Togarinn Vörður
komið var, og við beðnir að fara í að ausa með fötum, því
ekki var hægt að komast að hand-dælum, sem voru undir hval-
bak bakborðsmegin, vegna sjógangs.
Klukkan níu var byrjað að ausa með þeim krafti og því
þoli, sem við áttum til. Aðstæðurnar voru þannig, að fyrsti mað-
ur varð að standa uppi á setubekknum til að geta staðið við að
sökkva fötunum í, en sjórinn náði honum í hné og meira þegar
skipið valt, því þá gekk hann upp um allar þiljur. Næsti maður
stóð á ofni við stigann og rétti þeim þriðja, sem stóð ofarlega í
stiganum og rétti fjórða manni, er helti úr fötunum út um mann-
op, sem var rúman meter frá dekkinu. Jafnframt varð þessi
maður að vera viðbúinn að loka, þegar skipið tók sjóa framan-
yfir, sem var oft. Þannig voru alltaf tvær fötur á lofti og skipt-
umst við á eins oft og hver þurfti, því sömu handtökin þreyttu
svo mikið við þessar aðstæður.
Við gátum farið til skiptis í mat og haft fataskipti, en flestir
létu nægja að fara úr stígvélunum og láta mesta vatnið renna
af sér meðan borðað var, því annað var þýðingarlaus, við urðum
srtax rennblautir þegar við komum fram í lúkarinn.
89